9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Ritstjórn skrifar 13. ágúst 2017 12:00 Karitas Sveinsdóttir og Sindri Sindrason. Glamour/Ernir Lokaþáttur Blokk 925 er á dagskrá Stöð í kvöld en í þáttunum hefur Sindri Sindrason fylgt tveimur liðum eftir sem eru að gera tvær íbúðir upp frá a-ö og leggja mikið upp úr sniðugum lausnum. Í kvöld verða íbúðir teknar út af fasteignasölum og hönnuðum, meðal annars Karitas Sveinsdóttur hjá HAF Studio sem er innanhúshönnuður. Karitas er með góða reynslu í að ráðast í framkvæmdir á heimilum, sínu eigin og annarra, og fengum við hana því til að benda okkur á nokkur vel valin atriði til að muna í framkvæmdagleðinni.9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu:1. Framkvæmdir á heimili geta tekið mikið á allt heimilisfólkið og er því nauðsynlegt að huga vel að öllu skipulagi og undirbúningi áður en hafist er handa. Einkar mikilvægt er að hafa í huga að ræða við fagfólk í tíma eins og arkitekta, innanhússhönnuði og iðnaðarmenn. Í öllu amstrinu virðist það eiga til að gleymast að öll vinna tekur tíma og þá ekki síst vinna fagmanna. En þetta á að sjálfsögðu einnig við ef einstaklingar framkvæma hlutina sjálfir. 2. Peningarnir geta oft verið mjög fljótir að hverfa í hina ótrúlegustu hluti svo það er mjög gott að halda vel utan um allt sem keypt er. Oftar en ekki hefur fólk farið aðeins fram úr sér í einhverjum hlutum sem hefði vel verið hægt að leysa á skynsamari hátt. Hvort sem einstaklingar eru að taka allt alveg í nefið heima hjá sér eða rétt að betrumbæta þá hjálpar mikið að sjá heildarmyndina fyrir sér og gera áætlun áður en ráðist er í framkvæmdir. 3. Mistök sem margir gera er að velja ódýrasta efnið. Þegar fólk er að gera upp þá vill það yfirleitt að hlutirnir standist tímans tönn og eldist vel. Þú færð yfirleitt það sem þú borgar fyrir og því betra að velja gæði sem eldast vel og spara frekar á öðrum stöðum eða skipta verkinu upp og vinna það á lengra tímabili. 4. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í hvert og eitt verkefni og muna að 90 prósent af góðu verki eru í undirbúningnum. „The devil is in the detail.“ 5. Að kynna sér réttu áhöldin og efnin hjá fagaðila ef fara á í framkvæmdirnar sjálf er mjög mikilvægur þáttur í að allt heppnist sem best. Því það er oft hægt að spara sér mikinn tíma og pening með því að nota réttu græjurnar. 6. Það geta oft komið upp óvæntir hlutir þegar fólk byrjar í framkvæmdum. Eitthvað sem átti að halda í reynist vera ónýtt er einn af þessum ófyrirséðu þáttum sem ég myndi segja að væri mjög mikilvægt að nefna hér. Það er mjög oft sem eitt verk leiðir að öðru og því gott að vera við öllu búinn. 7. Við hjónin höfum lært það að í framkvæmdum er mjög mikilvægt að setjast niður og ræða saman ef eitthvað kemur upp sem við erum ósammála um. Það leiðir okkur yfirleitt að bestu niðurstöðunni þó svo það virðist ekki vera umræðunnar virði í byrjun. 8. Muna að þolinmæði og jákvæðni skiptir alltaf miklu máli í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Og það er engin undantekning í framkvæmdum á heimili. Ég myndi segja að það skipti mjög miklu máli ef árangurinn á að vera upp á það besta. Að byrja framkvæmdir með neikvæðni og pirringi getur ekki skilað góðum árangri. 9. Mikilvægt að hafa bak við eyrað í framkvæmdum: Namaste. Blokk 925 Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour 81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana Glamour Litríkt vor hjá Dolce og Gabbana Glamour Glamour fylgist með Golden Globes Glamour Sparaðu þér tíma eftir ræktina Glamour Instagram leikur OPI og Glamour Glamour Katy Perry með sérstakt hárskraut Glamour Stórkostleg sýning Saint Laurent Glamour Glamúr og glimmer hjá Bpro Glamour
Lokaþáttur Blokk 925 er á dagskrá Stöð í kvöld en í þáttunum hefur Sindri Sindrason fylgt tveimur liðum eftir sem eru að gera tvær íbúðir upp frá a-ö og leggja mikið upp úr sniðugum lausnum. Í kvöld verða íbúðir teknar út af fasteignasölum og hönnuðum, meðal annars Karitas Sveinsdóttur hjá HAF Studio sem er innanhúshönnuður. Karitas er með góða reynslu í að ráðast í framkvæmdir á heimilum, sínu eigin og annarra, og fengum við hana því til að benda okkur á nokkur vel valin atriði til að muna í framkvæmdagleðinni.9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu:1. Framkvæmdir á heimili geta tekið mikið á allt heimilisfólkið og er því nauðsynlegt að huga vel að öllu skipulagi og undirbúningi áður en hafist er handa. Einkar mikilvægt er að hafa í huga að ræða við fagfólk í tíma eins og arkitekta, innanhússhönnuði og iðnaðarmenn. Í öllu amstrinu virðist það eiga til að gleymast að öll vinna tekur tíma og þá ekki síst vinna fagmanna. En þetta á að sjálfsögðu einnig við ef einstaklingar framkvæma hlutina sjálfir. 2. Peningarnir geta oft verið mjög fljótir að hverfa í hina ótrúlegustu hluti svo það er mjög gott að halda vel utan um allt sem keypt er. Oftar en ekki hefur fólk farið aðeins fram úr sér í einhverjum hlutum sem hefði vel verið hægt að leysa á skynsamari hátt. Hvort sem einstaklingar eru að taka allt alveg í nefið heima hjá sér eða rétt að betrumbæta þá hjálpar mikið að sjá heildarmyndina fyrir sér og gera áætlun áður en ráðist er í framkvæmdir. 3. Mistök sem margir gera er að velja ódýrasta efnið. Þegar fólk er að gera upp þá vill það yfirleitt að hlutirnir standist tímans tönn og eldist vel. Þú færð yfirleitt það sem þú borgar fyrir og því betra að velja gæði sem eldast vel og spara frekar á öðrum stöðum eða skipta verkinu upp og vinna það á lengra tímabili. 4. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í hvert og eitt verkefni og muna að 90 prósent af góðu verki eru í undirbúningnum. „The devil is in the detail.“ 5. Að kynna sér réttu áhöldin og efnin hjá fagaðila ef fara á í framkvæmdirnar sjálf er mjög mikilvægur þáttur í að allt heppnist sem best. Því það er oft hægt að spara sér mikinn tíma og pening með því að nota réttu græjurnar. 6. Það geta oft komið upp óvæntir hlutir þegar fólk byrjar í framkvæmdum. Eitthvað sem átti að halda í reynist vera ónýtt er einn af þessum ófyrirséðu þáttum sem ég myndi segja að væri mjög mikilvægt að nefna hér. Það er mjög oft sem eitt verk leiðir að öðru og því gott að vera við öllu búinn. 7. Við hjónin höfum lært það að í framkvæmdum er mjög mikilvægt að setjast niður og ræða saman ef eitthvað kemur upp sem við erum ósammála um. Það leiðir okkur yfirleitt að bestu niðurstöðunni þó svo það virðist ekki vera umræðunnar virði í byrjun. 8. Muna að þolinmæði og jákvæðni skiptir alltaf miklu máli í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Og það er engin undantekning í framkvæmdum á heimili. Ég myndi segja að það skipti mjög miklu máli ef árangurinn á að vera upp á það besta. Að byrja framkvæmdir með neikvæðni og pirringi getur ekki skilað góðum árangri. 9. Mikilvægt að hafa bak við eyrað í framkvæmdum: Namaste.
Blokk 925 Mest lesið „Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour 81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana Glamour Litríkt vor hjá Dolce og Gabbana Glamour Glamour fylgist með Golden Globes Glamour Sparaðu þér tíma eftir ræktina Glamour Instagram leikur OPI og Glamour Glamour Katy Perry með sérstakt hárskraut Glamour Stórkostleg sýning Saint Laurent Glamour Glamúr og glimmer hjá Bpro Glamour