„Grjótið flýgur í allar áttir“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 20:00 Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur. Veggurinn er hluti af stærri framkvæmd þar sem verið er að koma fyrir strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur en tveir hljóðvarnarveggir verða meðfram götunni. Norðan megin er grjótkörfuveggurinn sem eru um 150 sentimetra hár en sunnan megin steyptur veggur. Sérfræðingur í umferðaröryggi telur grjótvegginn geta verið hættulegan. „Þetta er ekki viðurkennt umferðamannvirki að mínu viti. Ef það lendir bíll á þessu, þetta hreyfist allt saman, þá splundrast þessir veggir og grjótið flýgur í allar áttir; inn í bíla og inn á göngustíg. Ef menn ætla að hafa þetta svona er alveg klárt að það þarf að gera vegrið hérna megin við þennan steinvegg," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggi. Grjótveggurinn kostar um tuttugu milljónir króna og er þó ódýrari kostur en steinveggurinn hinum megin sem kostar fjörtíu milljónir. Ólafur telur þann fyrrnefnda hins vegar óþarfi. „Þetta er sett hérna sem hljóðmön, en ég veit ekki hljóðmön fyrir hverja þar sem íbúabyggðin er hinum megin við götuna," segir Ólafur. Framkvæmdirnar á 380 metra kaflanum kosta um 360 milljónir króna. „Þetta kostar hvorki meira né minna en tæpa milljón á metar. Og ég held að fjármunum væri nú betur varið í eitthvað annað," segir Ólafur. Samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg segir grjótvegginn gegna tvíþættu hlutverki; bæta gæði Klambratúns og hindra að gangandi vegfarendur komist hvar sem er yfir götuna. Ekkert vegrið verður þó við vegginn. „Það kemur kantsteinn fyrir framan vegginn en ekkert vegrið," segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir vírnetið eiga að halda grjótinu á sínum stað við árekstur. „Þetta er í raun og veru þannig hönnun að fyrir bíl sem rekst utan í þetta, að þá verða áhrifin þau sömu og að lenda á vegriði. Þetta er hugsað með það í huga," segir Þorsteinn.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira