Jarðvarma fannst 11 milljarðar ekki nógu gott tilboð Heimir Már Pétursson skrifar 2. ágúst 2017 13:31 Vísir/VALLI Fulltrúum Lífeyrissjóða sem eiga hlut í Bláa lóninu í gegnum HS orku fannst ellefu milljarða tilboð sem barst í hlut í fyrirtækinu ekki nógu hátt og því var því hafnað. Bláa lónið skilaði tæplega þriggja milljarða króna hagnaði eftir skatta í fyrra. Fréttablaðið greinir frá því í dag að samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, hafi beitt neitunarvaldi í stjórn HS orku vegna tilboðs í hlut HS orku í Bláa lóninu upp á 11 milljarða króna. En Jarðvarmi á 33,4 prósent í HS orku sem síðan á 30 prósent í Bláa lóninu. Hlutur HS orku í Bláa lóninu hefur verið í söluferli síðan í maí. Sjóður í stýringu hjá Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, átti hæsta tilboðið í hlut HS orku í Bláa lóninu. Sá sem fer fyrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Davíð Rúdólfsson stjórnarformaður Jarðvarma, sem fer með hluti lífeyrissjóðanna í HS orku, segir að vel hafi verið farið yfir tilboð sem bárust. „Við fórum vandlega yfir málið og okkur fannst þau tilboð sem bárust endurspegluðu ekki verðmætið einfaldlega.“ Þannig að þið teljið verðmæti Blá lónsins sé meira en þetta? „Já, miðað við þær upplýsingar sem við höfum, á þá teljum við það,“ segir Davíð. Fréttastofan hefur rætt við fólk sem þekkir mjög vel til í íslenskri ferðaþjónustu og eru flestir undrandi á ákvörðun lífeyrissjóðanna að taka ekki 11 milljarða tilboði í hlut þeirra í Bláa lóninu. Samkvæmt þessu verði sé heildarverðmat á fyrirtækinu um 37 milljarðar króna sem verði að teljast mjög gott. Það sé líka traustleikamerki að einn stærsti fjárfestingarsjóður heims, Blackstone, hafi áhuga á að fjárfesta fyrir svo háar upphæðir í íslenskri ferðaþjónustu.Salan hefði gefið góða ávöxtunNú hafa sjóðirnir átt þetta í nokkurn tíma og hluturinn heldur aukist en hitt, hefði þetta verð ekki gefið ykkur góða ávöxtun? „Jú, jú það hefði svo sannarlega gert það. Enda gengið mjög vel hjá Bláa lóninu á síðustu árum. En þegar við tökum ákvörðun eins og þessa er ekki nóg að horfa á það sem slíkt. Það þarf að horfa á þau virði sem menn eru með í höndunum,“ segir Davíð.Þannig að þið teljið að það sé bjart fram undan hjá Bláa lóninu og þið getið hagnast meira á því að eiga þetta? „Það er grundvöllurinn í okkar ákvörðun og afstöðu. Að þetta verð hafi einfaldlega ekki verið nógu hátt sem barst í hlutinn,“ segir Davíð. Það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að aðilinn sem bauð var útlenskur en ekki íslenskur. Þau sjónarmið ráði ekki þótt aðrir kunni að hafa slíkar skoðanir. Samkvæmt ársreikningi Bláa lónsins fyrir síðasta ár var hagnaður félagsins 23,5 milljónir evra eða um 2,8 milljarðar króna eftir skatta en fyrirtækið greiddi rúmar 700 milljónir í skatta fyrir árið 2016. Fyrirtækið er með mikla veltu eða 77,2 milljónir evra á síðasta ári, eða um 9,2 milljarða íslenskra króna og er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á Íslandi. Blá lónið er að stærstum hluta í eigu þriggja félaga, Hvatningar sem fer fyrir 39,1 prósenta hlut, HS orku með 30 prósenta hlut og Keilu sem á um 9 prósent í fyrirtækinu. Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri Bláa lónsins fer fyrir bæði Hvatningu og Keilu. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Bláa lónið undanfarin þrjú ár og á þeim að ljúka fyrir áramót. Húsakostur fyrirtækisins mun stækka um helming í fermetrum og 60 ný lúxus hótelherbergi verða tekin í notkun ásamt nýju upplifunarsvæði í eldri hluta lónsins. Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Fulltrúar lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, beittu neitunarvaldi og höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Óánægja innan Alterra, meirihlutaeiganda HS Orku. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Fulltrúum Lífeyrissjóða sem eiga hlut í Bláa lóninu í gegnum HS orku fannst ellefu milljarða tilboð sem barst í hlut í fyrirtækinu ekki nógu hátt og því var því hafnað. Bláa lónið skilaði tæplega þriggja milljarða króna hagnaði eftir skatta í fyrra. Fréttablaðið greinir frá því í dag að samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða, hafi beitt neitunarvaldi í stjórn HS orku vegna tilboðs í hlut HS orku í Bláa lóninu upp á 11 milljarða króna. En Jarðvarmi á 33,4 prósent í HS orku sem síðan á 30 prósent í Bláa lóninu. Hlutur HS orku í Bláa lóninu hefur verið í söluferli síðan í maí. Sjóður í stýringu hjá Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, átti hæsta tilboðið í hlut HS orku í Bláa lóninu. Sá sem fer fyrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum í Skagafirði. Davíð Rúdólfsson stjórnarformaður Jarðvarma, sem fer með hluti lífeyrissjóðanna í HS orku, segir að vel hafi verið farið yfir tilboð sem bárust. „Við fórum vandlega yfir málið og okkur fannst þau tilboð sem bárust endurspegluðu ekki verðmætið einfaldlega.“ Þannig að þið teljið verðmæti Blá lónsins sé meira en þetta? „Já, miðað við þær upplýsingar sem við höfum, á þá teljum við það,“ segir Davíð. Fréttastofan hefur rætt við fólk sem þekkir mjög vel til í íslenskri ferðaþjónustu og eru flestir undrandi á ákvörðun lífeyrissjóðanna að taka ekki 11 milljarða tilboði í hlut þeirra í Bláa lóninu. Samkvæmt þessu verði sé heildarverðmat á fyrirtækinu um 37 milljarðar króna sem verði að teljast mjög gott. Það sé líka traustleikamerki að einn stærsti fjárfestingarsjóður heims, Blackstone, hafi áhuga á að fjárfesta fyrir svo háar upphæðir í íslenskri ferðaþjónustu.Salan hefði gefið góða ávöxtunNú hafa sjóðirnir átt þetta í nokkurn tíma og hluturinn heldur aukist en hitt, hefði þetta verð ekki gefið ykkur góða ávöxtun? „Jú, jú það hefði svo sannarlega gert það. Enda gengið mjög vel hjá Bláa lóninu á síðustu árum. En þegar við tökum ákvörðun eins og þessa er ekki nóg að horfa á það sem slíkt. Það þarf að horfa á þau virði sem menn eru með í höndunum,“ segir Davíð.Þannig að þið teljið að það sé bjart fram undan hjá Bláa lóninu og þið getið hagnast meira á því að eiga þetta? „Það er grundvöllurinn í okkar ákvörðun og afstöðu. Að þetta verð hafi einfaldlega ekki verið nógu hátt sem barst í hlutinn,“ segir Davíð. Það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að aðilinn sem bauð var útlenskur en ekki íslenskur. Þau sjónarmið ráði ekki þótt aðrir kunni að hafa slíkar skoðanir. Samkvæmt ársreikningi Bláa lónsins fyrir síðasta ár var hagnaður félagsins 23,5 milljónir evra eða um 2,8 milljarðar króna eftir skatta en fyrirtækið greiddi rúmar 700 milljónir í skatta fyrir árið 2016. Fyrirtækið er með mikla veltu eða 77,2 milljónir evra á síðasta ári, eða um 9,2 milljarða íslenskra króna og er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á Íslandi. Blá lónið er að stærstum hluta í eigu þriggja félaga, Hvatningar sem fer fyrir 39,1 prósenta hlut, HS orku með 30 prósenta hlut og Keilu sem á um 9 prósent í fyrirtækinu. Grímur Sæmundsen framkvæmdastjóri Bláa lónsins fer fyrir bæði Hvatningu og Keilu. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Bláa lónið undanfarin þrjú ár og á þeim að ljúka fyrir áramót. Húsakostur fyrirtækisins mun stækka um helming í fermetrum og 60 ný lúxus hótelherbergi verða tekin í notkun ásamt nýju upplifunarsvæði í eldri hluta lónsins.
Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Fulltrúar lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, beittu neitunarvaldi og höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Óánægja innan Alterra, meirihlutaeiganda HS Orku. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Fulltrúar lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, beittu neitunarvaldi og höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá Blackstone í 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Óánægja innan Alterra, meirihlutaeiganda HS Orku. 2. ágúst 2017 06:00