Segir sögur á sviðinu Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2017 11:00 "Rappið kemur ljóðinu svo vel til skila. Þar er ljóðið frjálst en almennt hugsa ég meira í myndlist og ljóðlist en tónlist. Ef ég væri tvítugur í dag væri ég rappari.“ MYND/LAUFEY Komdu endilega í kaffi, ég verð heima,“ segir Bjartmar Guðlaugsson glaður í bragði þegar blaðamaður hringir og falast eftir viðtali við hann. Bjartmar býr í Vesturbænum með Maríu Helenu Haraldsdóttur, eiginkonu sinni, en húsið þeirra er ekki aðeins þak yfir fjölskylduna, heldur einnig vinnustofa og myndlistagallerý. „Ég vinn mikið heima og húsið er alltaf opið. Mér finnst gott að búa hérna, dæturnar þrjár og barnabörnin átta eru í næsta nágrenni en ég er mikill fjölskyldmaður,“ upplýsir Bjartmar sem er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Verslunarmannahelgina sem leggst vel í hann, eins og alltaf. Bjartmar ætlar að spila fyrir gesti Útlagans á Flúðum á föstudaginn, sem hann segir að sé meira eins og einkasamkvæmi en útihátíð. Síðan liggur leiðin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Þar spila ég á sunnudeginum með hörkurokkbandi sem Halldór Fjallabróðir stjórnar og við ætlum að rokka alla leið! Við erum búnir að æfa stíft undanfarið og eigum eina, tvær æfingar eftir áður en við komum fram. Ég ætla að taka öll helstu lögin mín og verð með marga góða söngvara með mér á sviðinu. Mér finnst líka frábært þegar áhorfendur syngja með. Ég ber engan kinnroða af því að viðurkenna að þótt ég vilji gefa mig út fyrir að vera rokkari veit ég vel að ég er skemmtikraftur, eða bara trúður. En maður verður að reyna að lúkka svolítið kúl,“ segir Bjartmar og skellir upp úr.„Ég hóf minn tónlistarferil sem trommuleikari og mundaði kjuðann í mörg ár áður en ég fór að spila á gítarinn og flytja mitt eigið efni. Eftir að ég gaf út fyrstu plötuna mína árið 1984 hef ég spilað á fjölda útihátíða og oft á goslokahátíð.“ MYND/LAUFEYBúinn að týna tölunniÞegar Bjartmar er spurður hvað hann hafi spilað á mörgum útihátíðum segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í fjörutíu ár og er löngu búinn að týna tölunni á því. Ég man hins vegar vel eftir því þegar ég var átta ára og sat í fyrsta sinn á sviðinu á Þjóðhátíð. Þá voru Elly Vilhjálms og Raggi Bjarna að syngja ásamt hljómsveit Svavars Gests sem var vinsælasta bandið á landinu á þessum tíma. Okkur krökkunum var hent upp á svið og við fengum að sitja og fylgjast með þeim. Þá gat ég ekki ímyndað mér að ég myndi standa á þessu sviði sjálfur að spila en það var samt alltaf draumurinn,“ rifjar hann upp. Í fyrsta sinn sem Bjartmar spilaði á Þjóðhátíð var hann um tvítugt og spilaði á trommur. „Ég hóf minn tónlistarferil sem trommuleikari og mundaði kjuðann í mörg ár áður en ég fór að spila á gítarinn og flytja mitt eigið efni. Eftir að ég gaf út fyrstu plötuna mína árið 1984 hef ég spilað á fjölda útihátíða og oft á goslokahátíð. Svo hef ég samið nokkur þjóðhátíðarlög og texta. Árið 1989 samdi ég texta við lag Jóns Ólafssonar, Í brekkunni. Goslokalagið Leiðin heim er eftir mig, en það var samið 2013 í tilefni þess að fjörutíu ár voru liðin frá lokum Heimaeyjargossins. Ég hef sterkar taugar til Eyja, enda alinn þar upp og margir af mínum bestu vinum búa þar. Ég spilaði líka í Atlavík þegar sú hátíð var upp á sitt besta en mér er þó sérlega minnisstætt þegar við Pétur Kristjáns spiluðum í Húnaveri árið 1986. Þar eyddum við helginni með fjölskyldum okkar í skítakulda og það kom ekki hræða á hátíðina. Á sama tíma var majorkaveður á Suðurlandi,“ segir hann og skellihlær. „En það var gaman hjá okkur. Ég tek fjölskylduna alltaf með mér á svona hátíðir og hef ekki verið einn um það því stundum hafa þrjú, fjögur burðarrúm verið baksviðs á tónleikum. Ég hef líka alltaf lagt mig fram um að það sé rokk og ról og að ég hafi gaman af þessu sjálfur. Ef ég hef ekki gaman af því að spila sjálfur get ég varla búist við því að fá góðar móttökur.“"Ég ber engan kinnroða af því að viðurkenna að þótt ég vilji gefa mig út fyrir að vera rokkari veit ég vel að ég er skemmtikraftur, eða bara trúður. En maður verður að reyna að lúkka svolítið kúl,“ segir Bjartmar. MYND/LAUFEYSagan á bak við lagið Eftir Bjartmar liggur ógrynni af lögum og textum og hann á meðal annars lagið Þannig týnist tíminn sem var valið Óskalag þjóðarinnar fyrir þremur árum. Þegar Bjartmar er spurður hvaða lag honum þyki vænst um segist hann alls ekki geta gert upp á milli þeirra. „Ég legg allt í það sem ég geri hverju sinni og læt ekkert frá mér nema ég sé ánægður en samt er ég aldrei fullkomlega ánægður.“ Bjartmar er þekktur fyrir skemmtilega sviðsframkomu en hann hefur mikla útgeislun, er persónulegur og einlægur og segir áhorfendum gjarnan frá því hvernig lögin hans urðu til. „Það er saga á bak við hvert lag. Lögin mín og textar hafa öll orðið til vegna einhverra hugmynda sem hafa kviknað af einhverjum ástæðum. Áður fyrr var ég þekktur fyrir að vera gagnrýninn á samfélagið en ég veit ekki hver á að skila slíkri gagnrýni betur en skáld og listamenn. Ég hef þó mildast með árunum og núna segi ég frekar sögur. Ég segi bara eins og Johnny Cash forðum: „Ég veit ekki hvað ég er búinn að syngja mörg lög og semja en ég er búinn að segja ansi margar sögur.“Bjartmar er langt kominn með nýja plötu. „Það vantar bara herslumuninn en ég get ekki upplýst nákvæmlega hvenær hún kemur út. Bransinn hefur breyst mikið síðustu árin og er miklu erfiðari en áður. Tónlistarmenn selja þó enn mikið af diskum á tónleikum, enda selur enginn diska ef hann hangir heima!“ MYND/LAUFEYNý plata í smíðum Sjö ár eru liðin frá því að Bjartmar gaf síðast út plötu en hún ber heitið Skrýtin veröld og þar spilar hann með Bergrisunum. Hann segist vera með nýja plötu í smíðum sem sé nánast tilbúin. „Það vantar bara herslumuninn en ég get ekki upplýst nákvæmlega hvenær hún kemur út. Tónlistarbransinn hefur breyst mikið síðustu árin og er miklu erfiðari en áður. Í raun stjórna fjölmiðlar og útvarpsstöðvar markaðnum. Tónlistarmenn selja þó enn mikið af diskum á tónleikum, enda selur enginn diska ef hann hangir heima! Það þýðir ekkert að hætta að semja tónlist þótt tæknin hafi breyst og tónlist sé seld ódýrt á netinu.“ Bjartmar fylgist vel með ungu, íslensku tónlistarfólki og segir að æskan hafi aldrei verið jafnflott og einmitt núna. „Ég hef mikla trú á unga fólkinu okkar. Það er spriklandi úti um allan heim, í námi, tónlist, listum eða íþróttum. Sjálfur upplifi ég mikla velvild í minn garð frá ungu tónlistarfólki og það leitar stundum til mín með spurningar sem ég reyni að svara. Mér finnst ánægjulegt hvað það er gott á milli ungu kynslóðarinnar og okkar skallapopparanna,“ segir Bjartmar brosandi og bætir við að hann hafi sérlega gaman af rappi. „Rappið kemur ljóðinu svo vel til skila. Þar er ljóðið frjálst en almennt hugsa ég meira í myndlist og ljóðlist en tónlist. Ef ég væri tvítugur í dag væri ég rappari.“ En myndi hann breyta einhverju þegar hann lítur yfir farinn veg? „Nei, ég myndi engu breyta. Ég er fullkomlega sáttur. Ég hef aldrei lent í útistöðum við aðra eða neitt slíkt heldur hefur þetta verið mjög ljúft. Ég kunni ekki neitt þegar ég kom inn í tónlistarbransann en ég lærði mikið af frábærum mönnum eins og Björgvini Gíslasyni, Þóri Baldurssyni, Didda fiðlu, Tomma Tomm í Stuðmönnum og strákunum í Mezzoforte og svo auðvitað vini mínum sem ég sakna alla daga, Rúnari Júlíussyni. Þá á ég Þorgeiri Ástvaldssyni mikið að þakka en það var hann sem fékk mig út í að semja texta á sínum tíma og ég vann fyrstu plöturnar mínar með honum. Þetta eru allt menn sem hafa fylgt mér af þekkingu og skilningi,“ segir hann að lokum. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Komdu endilega í kaffi, ég verð heima,“ segir Bjartmar Guðlaugsson glaður í bragði þegar blaðamaður hringir og falast eftir viðtali við hann. Bjartmar býr í Vesturbænum með Maríu Helenu Haraldsdóttur, eiginkonu sinni, en húsið þeirra er ekki aðeins þak yfir fjölskylduna, heldur einnig vinnustofa og myndlistagallerý. „Ég vinn mikið heima og húsið er alltaf opið. Mér finnst gott að búa hérna, dæturnar þrjár og barnabörnin átta eru í næsta nágrenni en ég er mikill fjölskyldmaður,“ upplýsir Bjartmar sem er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Verslunarmannahelgina sem leggst vel í hann, eins og alltaf. Bjartmar ætlar að spila fyrir gesti Útlagans á Flúðum á föstudaginn, sem hann segir að sé meira eins og einkasamkvæmi en útihátíð. Síðan liggur leiðin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Þar spila ég á sunnudeginum með hörkurokkbandi sem Halldór Fjallabróðir stjórnar og við ætlum að rokka alla leið! Við erum búnir að æfa stíft undanfarið og eigum eina, tvær æfingar eftir áður en við komum fram. Ég ætla að taka öll helstu lögin mín og verð með marga góða söngvara með mér á sviðinu. Mér finnst líka frábært þegar áhorfendur syngja með. Ég ber engan kinnroða af því að viðurkenna að þótt ég vilji gefa mig út fyrir að vera rokkari veit ég vel að ég er skemmtikraftur, eða bara trúður. En maður verður að reyna að lúkka svolítið kúl,“ segir Bjartmar og skellir upp úr.„Ég hóf minn tónlistarferil sem trommuleikari og mundaði kjuðann í mörg ár áður en ég fór að spila á gítarinn og flytja mitt eigið efni. Eftir að ég gaf út fyrstu plötuna mína árið 1984 hef ég spilað á fjölda útihátíða og oft á goslokahátíð.“ MYND/LAUFEYBúinn að týna tölunniÞegar Bjartmar er spurður hvað hann hafi spilað á mörgum útihátíðum segist hann ekki hafa hugmynd um það. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í fjörutíu ár og er löngu búinn að týna tölunni á því. Ég man hins vegar vel eftir því þegar ég var átta ára og sat í fyrsta sinn á sviðinu á Þjóðhátíð. Þá voru Elly Vilhjálms og Raggi Bjarna að syngja ásamt hljómsveit Svavars Gests sem var vinsælasta bandið á landinu á þessum tíma. Okkur krökkunum var hent upp á svið og við fengum að sitja og fylgjast með þeim. Þá gat ég ekki ímyndað mér að ég myndi standa á þessu sviði sjálfur að spila en það var samt alltaf draumurinn,“ rifjar hann upp. Í fyrsta sinn sem Bjartmar spilaði á Þjóðhátíð var hann um tvítugt og spilaði á trommur. „Ég hóf minn tónlistarferil sem trommuleikari og mundaði kjuðann í mörg ár áður en ég fór að spila á gítarinn og flytja mitt eigið efni. Eftir að ég gaf út fyrstu plötuna mína árið 1984 hef ég spilað á fjölda útihátíða og oft á goslokahátíð. Svo hef ég samið nokkur þjóðhátíðarlög og texta. Árið 1989 samdi ég texta við lag Jóns Ólafssonar, Í brekkunni. Goslokalagið Leiðin heim er eftir mig, en það var samið 2013 í tilefni þess að fjörutíu ár voru liðin frá lokum Heimaeyjargossins. Ég hef sterkar taugar til Eyja, enda alinn þar upp og margir af mínum bestu vinum búa þar. Ég spilaði líka í Atlavík þegar sú hátíð var upp á sitt besta en mér er þó sérlega minnisstætt þegar við Pétur Kristjáns spiluðum í Húnaveri árið 1986. Þar eyddum við helginni með fjölskyldum okkar í skítakulda og það kom ekki hræða á hátíðina. Á sama tíma var majorkaveður á Suðurlandi,“ segir hann og skellihlær. „En það var gaman hjá okkur. Ég tek fjölskylduna alltaf með mér á svona hátíðir og hef ekki verið einn um það því stundum hafa þrjú, fjögur burðarrúm verið baksviðs á tónleikum. Ég hef líka alltaf lagt mig fram um að það sé rokk og ról og að ég hafi gaman af þessu sjálfur. Ef ég hef ekki gaman af því að spila sjálfur get ég varla búist við því að fá góðar móttökur.“"Ég ber engan kinnroða af því að viðurkenna að þótt ég vilji gefa mig út fyrir að vera rokkari veit ég vel að ég er skemmtikraftur, eða bara trúður. En maður verður að reyna að lúkka svolítið kúl,“ segir Bjartmar. MYND/LAUFEYSagan á bak við lagið Eftir Bjartmar liggur ógrynni af lögum og textum og hann á meðal annars lagið Þannig týnist tíminn sem var valið Óskalag þjóðarinnar fyrir þremur árum. Þegar Bjartmar er spurður hvaða lag honum þyki vænst um segist hann alls ekki geta gert upp á milli þeirra. „Ég legg allt í það sem ég geri hverju sinni og læt ekkert frá mér nema ég sé ánægður en samt er ég aldrei fullkomlega ánægður.“ Bjartmar er þekktur fyrir skemmtilega sviðsframkomu en hann hefur mikla útgeislun, er persónulegur og einlægur og segir áhorfendum gjarnan frá því hvernig lögin hans urðu til. „Það er saga á bak við hvert lag. Lögin mín og textar hafa öll orðið til vegna einhverra hugmynda sem hafa kviknað af einhverjum ástæðum. Áður fyrr var ég þekktur fyrir að vera gagnrýninn á samfélagið en ég veit ekki hver á að skila slíkri gagnrýni betur en skáld og listamenn. Ég hef þó mildast með árunum og núna segi ég frekar sögur. Ég segi bara eins og Johnny Cash forðum: „Ég veit ekki hvað ég er búinn að syngja mörg lög og semja en ég er búinn að segja ansi margar sögur.“Bjartmar er langt kominn með nýja plötu. „Það vantar bara herslumuninn en ég get ekki upplýst nákvæmlega hvenær hún kemur út. Bransinn hefur breyst mikið síðustu árin og er miklu erfiðari en áður. Tónlistarmenn selja þó enn mikið af diskum á tónleikum, enda selur enginn diska ef hann hangir heima!“ MYND/LAUFEYNý plata í smíðum Sjö ár eru liðin frá því að Bjartmar gaf síðast út plötu en hún ber heitið Skrýtin veröld og þar spilar hann með Bergrisunum. Hann segist vera með nýja plötu í smíðum sem sé nánast tilbúin. „Það vantar bara herslumuninn en ég get ekki upplýst nákvæmlega hvenær hún kemur út. Tónlistarbransinn hefur breyst mikið síðustu árin og er miklu erfiðari en áður. Í raun stjórna fjölmiðlar og útvarpsstöðvar markaðnum. Tónlistarmenn selja þó enn mikið af diskum á tónleikum, enda selur enginn diska ef hann hangir heima! Það þýðir ekkert að hætta að semja tónlist þótt tæknin hafi breyst og tónlist sé seld ódýrt á netinu.“ Bjartmar fylgist vel með ungu, íslensku tónlistarfólki og segir að æskan hafi aldrei verið jafnflott og einmitt núna. „Ég hef mikla trú á unga fólkinu okkar. Það er spriklandi úti um allan heim, í námi, tónlist, listum eða íþróttum. Sjálfur upplifi ég mikla velvild í minn garð frá ungu tónlistarfólki og það leitar stundum til mín með spurningar sem ég reyni að svara. Mér finnst ánægjulegt hvað það er gott á milli ungu kynslóðarinnar og okkar skallapopparanna,“ segir Bjartmar brosandi og bætir við að hann hafi sérlega gaman af rappi. „Rappið kemur ljóðinu svo vel til skila. Þar er ljóðið frjálst en almennt hugsa ég meira í myndlist og ljóðlist en tónlist. Ef ég væri tvítugur í dag væri ég rappari.“ En myndi hann breyta einhverju þegar hann lítur yfir farinn veg? „Nei, ég myndi engu breyta. Ég er fullkomlega sáttur. Ég hef aldrei lent í útistöðum við aðra eða neitt slíkt heldur hefur þetta verið mjög ljúft. Ég kunni ekki neitt þegar ég kom inn í tónlistarbransann en ég lærði mikið af frábærum mönnum eins og Björgvini Gíslasyni, Þóri Baldurssyni, Didda fiðlu, Tomma Tomm í Stuðmönnum og strákunum í Mezzoforte og svo auðvitað vini mínum sem ég sakna alla daga, Rúnari Júlíussyni. Þá á ég Þorgeiri Ástvaldssyni mikið að þakka en það var hann sem fékk mig út í að semja texta á sínum tíma og ég vann fyrstu plöturnar mínar með honum. Þetta eru allt menn sem hafa fylgt mér af þekkingu og skilningi,“ segir hann að lokum.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira