Tveir af hverjum þremur á móti því að einkavæða RÚV Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2017 10:20 RÚV rauf útsendingu á Melodifestivalen til að sýna auglýsingar, en það mátti ríkisfjölmiðillinn ekki að mati Fjölmiðlanefndar. Vísir/GVA Tveir af hverjum þremur eru andvígir því að einkavæða Ríkisútvarpið, en rösklega 16 prósent Íslendinga eru því hlynnt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá Maskínu segir að hærra hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára er hlynnt því að einkavæða Ríkisútvarpið, eða meira en fimmtungur. „Afstaða til þessa er mjög mismunandi eftir því hvaða flokk fólk kýs. Þannig vill rúmlega 32% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn einkavæða Ríkisútvarpið, en einungis um 5% þeirra sem myndu kjósa Vinstrihreyfinguna Grænt framboð og Samfylkinguna.“ Einnig segir að um 23 prósent Íslendinga séu ánægð með fjölmiðla á Íslandi en rösklega fimmtungur er óánægður. „Konur eru ánægðar með fjölmiðla á Íslandi en karlar og íbúar Austurlands eru ánægðari en íbúar annarra landshluta. Kjósendur Pirata eru óánægðastir með fjölmiðla á Íslandi en kjósendur Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs eru ánægðastir. Tæplega 47% Íslendinga finnst fjölmiðlar á Íslandi háðir hagsmunaaðilum en á bilinu 12% til 13% finnst þeir óháðir. Rúmlega 17% finnst það mjög mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir. Yngsta folkinu finnst í meira mæli að það sé mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir en annars er lítill munur eftir bakgrunni fólks í þessari spurningu,“ segir í tilkynningunni. Svarendur voru 1.596 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Könnunin fór fram dagana 12. til 17. júlí 2017. Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar í skjalinu að neðan. Fjölmiðlar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Tveir af hverjum þremur eru andvígir því að einkavæða Ríkisútvarpið, en rösklega 16 prósent Íslendinga eru því hlynnt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá Maskínu segir að hærra hlutfall þeirra sem eru yngri en 25 ára er hlynnt því að einkavæða Ríkisútvarpið, eða meira en fimmtungur. „Afstaða til þessa er mjög mismunandi eftir því hvaða flokk fólk kýs. Þannig vill rúmlega 32% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn einkavæða Ríkisútvarpið, en einungis um 5% þeirra sem myndu kjósa Vinstrihreyfinguna Grænt framboð og Samfylkinguna.“ Einnig segir að um 23 prósent Íslendinga séu ánægð með fjölmiðla á Íslandi en rösklega fimmtungur er óánægður. „Konur eru ánægðar með fjölmiðla á Íslandi en karlar og íbúar Austurlands eru ánægðari en íbúar annarra landshluta. Kjósendur Pirata eru óánægðastir með fjölmiðla á Íslandi en kjósendur Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs eru ánægðastir. Tæplega 47% Íslendinga finnst fjölmiðlar á Íslandi háðir hagsmunaaðilum en á bilinu 12% til 13% finnst þeir óháðir. Rúmlega 17% finnst það mjög mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir. Yngsta folkinu finnst í meira mæli að það sé mismunandi eftir fjölmiðlum hvort þeir eru háðir eða óháðir en annars er lítill munur eftir bakgrunni fólks í þessari spurningu,“ segir í tilkynningunni. Svarendur voru 1.596 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Könnunin fór fram dagana 12. til 17. júlí 2017. Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar í skjalinu að neðan.
Fjölmiðlar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira