Vísaði fréttamanni frá borði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:30 Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Skipstjóri á franska skemmtiferðaskipinu Le Boreal sem hleypti tæplega tvö hundruð farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum, segist hafa haft leyfi til þess, þótt hvorki skip né farþegar hafi þá verið tollafgreidd. Hann vísaði fréttamönnum frá borði þegar gengið var nánar að honum vegna málsins. Skemmtiferðaskipið er fyrsta skemmtiferðaskip sem leggst að bryggju á Akranesi að að því tilefni var tekið á móti því við viðhöfn í morgun. „Það var mjög spennandi að leggjast hér upp að, sérstaklega af því að hér er þröngt. Það eru forréttindi fyrir okkur á svo stóru skipi að koma inn í svona litla höfn, ekki aðeins til Reykjavíkur heldur einnig til smærri staða. Farþegarnir fá þá að upplifa nýja reynslu,“ segir Etienne Garcia, skipstjóri skipsins. Skipið er skráð í Frakklandi og eru farþegar þess 181 auk áhafnar. Boðið er upp á siglingar til Jan Mayen, Svalbarða, Grænlands og Íslands. Skipið kom frá Grænlandi í gær og hafði viðkomu á Vestfjörðum. Þegar komið var inn í Veiðileysufjörð var kastað akkeri og öllum farþegunum siglt í land á smærri bátum þar sem þeim var hleypt frá borði á Steinólfsstöðum. Öll skip sem hingað koma eiga að fara í gegnum tollskoðun áður en farþegar fá að fara frá borði. Á þessu eru þó undanþágur samkvæmt heimildum fréttastofu en staðfest er að svo hafi ekki verið í þessu tilviki og fóru farþegar skipsins frá borði án heimildar yfirvalda.„Svara ekki slíkum spurningum“Voruð þið með heimild fyrir þessu? „Já, auðvitað. Við höfðum heimild frá umhverfis- og ferðamálayfirvöldum,“ segir Garcia.Var skipið tollafgreitt? „Já,“ segir Garcia.Áður en fólk fór frá borði? „Ég svara ekki slíkum spurningum. Hvaða spurningar eru þetta eiginlega?,“ sagði Garcia. Frá Veiðileysufirði var skipinu svo siglt í Hesteyrarfjörð þar sem farþegar fóru aftur frá borði. „Hvers vegna ertu að tala um þetta?,“ spurði Garcia fréttamann.Af því að þú brýtur íslensk og alþjóðleg lög með því að hleypa fólki frá borði úti á landi án tollafgreiðslu. „Öll okkar mál fara í gegnum umboðsmann okkar héðan í frá,“ sagði Garcia. Báðir viðkomustaðir skipsins í viðkvæmri náttúru og innan friðlýsts svæðis á HornströndumVissir þú að svæðið er viðkvæmt og nýtur reglna um vernd? „Já, við vissum það. Við höfðum heimild frá umhverfis...,“ sagði Garcia.Hver gaf þessa heimild? „Umhverfisverndarráð Íslands,“ sagði Garcia. Á þessum tímapunkti var skipstjóri skemmtiferðaskipsins orðinn ósáttur við spurningar fréttastofu. „Ég svara ekki fleiri spurningum. Takk fyrir,“ sagði Garcia. Eftir þetta var fréttamanni og myndatökumanni vísað frá borði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var gert viðvart um málið í gær og hafði samband við skipstjóra skipsins sem viðurkenndi að hafa hleypt farþegum í land. Honum var gert grein fyrir því að slíkt væri með öllu óheilmilt nema að undangenginni tollafgreiðslu. Var skipstjóra gert að sækja þá farþega sem voru komnir í land og taka þá í skipið hið snarasta og varð skipstjórinn við því. Umboðsaðili skipsins hér á landi heitir Gára og baðs framkvæmdastjóri fyrirtækisins undan viðtali í dag. Hann sagði málið í ferli og yrði tekið fyrir á morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57