Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 20:00 Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu. Árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar um 160 þúsund laxaseiði af norskum stofni. Þau komu til eldishússins við Gileyri á Tálknafirði í september 2001 og áttu að fara í sjókvíar sumarið eftir. Slátra átti fisknum í desember 2003 og gert var ráð fyrir að aflinn yrði um 600 til 700 tonn. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í samtali við fréttastofu sagði hann að gríðarlega kostnaðarsamt hefði verið að hreinsa upp eftir seiðin hefðu þau drepist í kerunum og hafði það áhrif á ákvörðunina. Líkt og fréttastofa hefur fjallaði nýverið um gefa bráðabirgðaniðurstöður rannóknar Hafró skýr merki um erfðablöndun í tveimur laxastofnun í Botnsá og Sunndalsá en báðar árnar eru á svæðinu. Guðni Guðbergsson, forstöðumaður ferskvatnslífríkissviðs, segir mögulegt að áhrifa sleppingarinnar sé þarna að gæta. Fara þurfi aftur yfir gögnin í ljósi nýrra upplýsinga. „Það er ekki útilokað. Það þarf kannski að skoða það betur. En ef þetta hafa verið fiskar sem voru seyði 2001 þá er býsna langt síðan og þetta er þá komið yfir á aðra kynslóð. Ef ég veit rétt hafa þessir fiskar verið af fyrstu kynslóð. En í ljósi þessa þarf að fara yfir þau gögn aftur," segir Guðni. Hann segir einnig mögulegt að efla þurfi eftirlit með laxeldi hér á landi fyrst menn komist upp með að sleppa slíku magni af seiðum án þess að eftirlitsaðilar verði þess varir. Fiskistofa hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband en segir það grafalvarlegt. Háttsemin varði nokkur ákvæði laga um fiskeldi og geta brot af þessu tagi varðað fangelsisvist. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira
Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu. Árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar um 160 þúsund laxaseiði af norskum stofni. Þau komu til eldishússins við Gileyri á Tálknafirði í september 2001 og áttu að fara í sjókvíar sumarið eftir. Slátra átti fisknum í desember 2003 og gert var ráð fyrir að aflinn yrði um 600 til 700 tonn. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í samtali við fréttastofu sagði hann að gríðarlega kostnaðarsamt hefði verið að hreinsa upp eftir seiðin hefðu þau drepist í kerunum og hafði það áhrif á ákvörðunina. Líkt og fréttastofa hefur fjallaði nýverið um gefa bráðabirgðaniðurstöður rannóknar Hafró skýr merki um erfðablöndun í tveimur laxastofnun í Botnsá og Sunndalsá en báðar árnar eru á svæðinu. Guðni Guðbergsson, forstöðumaður ferskvatnslífríkissviðs, segir mögulegt að áhrifa sleppingarinnar sé þarna að gæta. Fara þurfi aftur yfir gögnin í ljósi nýrra upplýsinga. „Það er ekki útilokað. Það þarf kannski að skoða það betur. En ef þetta hafa verið fiskar sem voru seyði 2001 þá er býsna langt síðan og þetta er þá komið yfir á aðra kynslóð. Ef ég veit rétt hafa þessir fiskar verið af fyrstu kynslóð. En í ljósi þessa þarf að fara yfir þau gögn aftur," segir Guðni. Hann segir einnig mögulegt að efla þurfi eftirlit með laxeldi hér á landi fyrst menn komist upp með að sleppa slíku magni af seiðum án þess að eftirlitsaðilar verði þess varir. Fiskistofa hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband en segir það grafalvarlegt. Háttsemin varði nokkur ákvæði laga um fiskeldi og geta brot af þessu tagi varðað fangelsisvist.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Sjá meira