Ætla að útfæra leiðsögn fyrir krabbameinsveika Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 20:00 Óttar vill nýta reynslu og innsæi Láru og annarra sem glímt hafa við krabbamein til að einfalda sjúklingum og aðstandendum lífið. Vísir/Stefán Heilbrigðisráðherra vill taka upp leiðsögumenn sem myndu hjálpa krabbameinsveikum að rata um heilbrigðiskerfið. Hann ætlar að þrýsta á lækkun á þaki á greiðsluþátttöku sjúklinga og segir að ráðist verði í vinnu við krabbameinsáætlun í haust. Fjallað var um mál Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur í Fréttablaðinu um helgina og kvöldfréttum í gær. Hún var greind með brjóstakrabbamein í febrúar en móðir hennar lést úr sama meini fyrir sautján árum. Frá greiningu hefur hún þurft að leggja út tæplega 1,4 milljónir króna í kostnað vegna meðferðar. Hún telur ríkið eiga taka frekari þátt í kostnaði krabbameinssjúkra sem eigi allra síst að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum tíma. „Eins og til dæmis Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ég efast um að hann vilji vera ráðherra og tilheyra samfélagi þar sem þú þarft að slá lán hjá tengdaforeldrum þínum til þess að fara í gegnum eggheimtu. Svo að þú eigir einhvern möguleika á því að geta stofnað fjölskyldu eftir meðferð," segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir. Tillaga að íslenskri krabbameinsáætlun var birt fyrr í mánuðinum eftir miklar tafir þar sem birting hafði áður verið boðuð í árslok 2014. Ísland er eitt Norðurlandanna sem ekki hefur lokið við gerð krabbameinsáætlunar en til samanburðar má nefna að sambærileg áætlun var lögð fram árið 1998 í Noregi. Í maí var tekið upp nýtt greiðsluþátttökukerfi sem setur þak á kostnað sjúklinga. Heilbrigðisráðherra segir að þakið verði lækkað á næstunni. „Við viljum gera betur og höfum gert ráð fyrir í fjármálaáætlun næsta árs auknu fjármagni til að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga þrátt fyrir að við eigum eftir að útfæra það hvernig er best að skila þeim peningum. Hvaða póstum er best að vinna í," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Hann segir mikilvægt að bæta upplýsingagjöf til sjúklinga og verða ábendingar um nokkurs konar leiðsögumenn sem myndu vísa sjúklingum um kerfið teknar upp við áframhaldandi vinnu að krabbameinsáætlun í haust. „Þetta er náttúrulega mjög flókið kerfi og flókin meðferð oft og það er nokkuð sem ég vil gjarnan beita mér fyrir," segir Óttarr. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra vill taka upp leiðsögumenn sem myndu hjálpa krabbameinsveikum að rata um heilbrigðiskerfið. Hann ætlar að þrýsta á lækkun á þaki á greiðsluþátttöku sjúklinga og segir að ráðist verði í vinnu við krabbameinsáætlun í haust. Fjallað var um mál Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur í Fréttablaðinu um helgina og kvöldfréttum í gær. Hún var greind með brjóstakrabbamein í febrúar en móðir hennar lést úr sama meini fyrir sautján árum. Frá greiningu hefur hún þurft að leggja út tæplega 1,4 milljónir króna í kostnað vegna meðferðar. Hún telur ríkið eiga taka frekari þátt í kostnaði krabbameinssjúkra sem eigi allra síst að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum tíma. „Eins og til dæmis Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ég efast um að hann vilji vera ráðherra og tilheyra samfélagi þar sem þú þarft að slá lán hjá tengdaforeldrum þínum til þess að fara í gegnum eggheimtu. Svo að þú eigir einhvern möguleika á því að geta stofnað fjölskyldu eftir meðferð," segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir. Tillaga að íslenskri krabbameinsáætlun var birt fyrr í mánuðinum eftir miklar tafir þar sem birting hafði áður verið boðuð í árslok 2014. Ísland er eitt Norðurlandanna sem ekki hefur lokið við gerð krabbameinsáætlunar en til samanburðar má nefna að sambærileg áætlun var lögð fram árið 1998 í Noregi. Í maí var tekið upp nýtt greiðsluþátttökukerfi sem setur þak á kostnað sjúklinga. Heilbrigðisráðherra segir að þakið verði lækkað á næstunni. „Við viljum gera betur og höfum gert ráð fyrir í fjármálaáætlun næsta árs auknu fjármagni til að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga þrátt fyrir að við eigum eftir að útfæra það hvernig er best að skila þeim peningum. Hvaða póstum er best að vinna í," segir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Hann segir mikilvægt að bæta upplýsingagjöf til sjúklinga og verða ábendingar um nokkurs konar leiðsögumenn sem myndu vísa sjúklingum um kerfið teknar upp við áframhaldandi vinnu að krabbameinsáætlun í haust. „Þetta er náttúrulega mjög flókið kerfi og flókin meðferð oft og það er nokkuð sem ég vil gjarnan beita mér fyrir," segir Óttarr.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira