Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2017 20:43 Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“ Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum. Skipstjóri ferjunnar treystir henni fullkomlega til þess að fara þessa leið. Vestmannaeyjabær sendi á föstudag inn stjórnsýslukæru til samgönguráðuneytisins vegna ákvörðunar Samgöngustofu um að veita ferjunni Akranesi ekki undanþágu til að sigla milli lands og Eyja á Þjóðhátíð. Ferjan er notuð í áætlunarsiglinar milli Reykjavíkur og Akranes og skilgreina yfirvöld hafsvæðið þar í C flokki. Hafsvæðið milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er skilgreint það sama samkvæmt reglugerð. Ýtrustu kröfur eru gerðar til skipa í flokki A og vægustu til flokks D og samkvæmt þágildandi reglum máttu einungis skip í flokki B sigla milli lands og Eyja. Vegagerðin lagði til að skip í flokki C megi sigla umrædda leið á tímabilinu 1. maí til 30. september ár hvert. Þessi breyting var staðfest á síðasta ári. Samgöngustofa telur þó mikinn mun á þessum sjóleiðum þrátt fyrir að þær séu í sama flokki. „Það er ótrúlegt að hlusta á fulltrúa Samgöngustofu tala um það að alþjóðlega flokkun á hafsvæðum eins og það sé eitthvert minniháttar mál og það sem ráði séu einhverjar meintar sjónmælingar þeirra á hvernig öldufarið er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Stjórnsýslukæran var tekin fyrir hjá Samgönguráðuneytinu í dag en í reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum kemur fram að Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, nú Samgöngustofu, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip í tengslum við innanlandssiglingar að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi. Í reglugerðinni er ekki ljóst hvort ráðherra beri að fara eftir tillögum Samgöngustofu en ráðuneytið vann að gagnöflun í málinu í dag. Búist er við því að ráðherra taki ákvörðun um málið á morgun en þá eru einungis fjórir dagar í Þjóðhátíð. Forstjóri Samgöngustofu segir ákvörðunina endanlega. „Hvers virði er þá stjórnsýslukæran okkur? Getur verið að málum sé stillt upp þannig að ráðherra fái ekkert um þetta sagt og að stofnunin ráði?“ spyr Elliði. Skipstjóri Akraness segir ákvörðun Samgöngustofu óskiljanlega. „Þetta er sama hafsvæði og við erum búnir að vera að sigla hérna á milli Reykjavíkur og Akraness og það gengur mjög vel. Það er ákveðið „limit“ á veðri og öldum sem við höfum og þegar það er komið upp í það þá bara fellum við niður ferðir,“ segir Steinar Magnússon, skipstjóri Akraness.Treystirðu þessu skipi til að sigla milli lands og eyja? „Já það geri ég alveg fullkomlega.“
Tengdar fréttir Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30 Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja. 31. júlí 2017 12:30
Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Samgöngustofa hafði áður synjað beiðni um að fá Akranesið sjálft til að sigla leiðina umrædda daga. 26. júlí 2017 21:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda