Vilja koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í fornum kirkjugarði Reykvíkinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:21 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Vísir/Anton Brink Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“ Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina vilja að áform um framkvæmdir á Víkurgarðsreitnum í miðborg Reykjavíkur verði endurskoðuð í ljósi fornleifafunda á svæðinu. Tillaga þess efnis var flutt á borgarráðsfundi í morgun en var frestað að ósk meirihlutans. Í tillögunni, sem Kjartan Magnússon borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi borgarráðs, segir að komið hafi í ljós að byggingarreitur fyrirhugaðs stórhýsis á svæðinu nái inn í hinn forna Víkurgarð. Kjartan segir markmið tillögunnar vera að „koma í veg fyrir að stórhýsi verði byggt í Víkurgarði, hinum forna kirkjugarði Reykvíkinga.“ „Lagt er til að í ljósi fornleifafunda við Landsímahúsið verði áform um framkvæmdir á reitnum endurskoðuð. Horfið verði frá því að reisa fyrirhugað stórhýsi í hinum forna Víkurgarði, elsta kirkjugarði Reykjavíkur, enda hefur nú komið í ljós að byggingarreiturinn nær inn í kirkjugarðinn. Þess í stað verði leitast við að forðast menningarlegt tjón, jafnvel stórslys, með því að vernda hinn forna kirkjugarð og þær fornleifar sem þar er að finna,” segir í tillögunni.Vilja gera „nafla Reykjavíkur“ hátt undir höfði Á reitnum vilja flutningsmenn tillögunnar jafnframt koma fyrir„minningarmörkum“ sem geri almenningi kleift að skynja hina miklu helgi og sögu sem staðurinn, réttnefndur „nafli Reykjavíkur,“ geymi. „Í garðinum verði jafnframt sett upp minningarmörk um hina framliðnu ásamt söguskilti og með því verði almenningi gefinn kostur á að skynja við útivist í garðinum hina miklu helgi og sögu sem þessi staður, réttnefndur nafli Reykjavíkur, geymir. Leitast verði við að gera nauðsynlegar breytingar í þessu skyni í samráði og sátt við þann aðila, sem hyggur á uppbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi skipulagi.“Óráðlegt að samþykkja breytingar vegna merkrar niðurstöðu í uppgreftriFornleifauppgröftur í Víkurgarði hófst fyrir nokkru síðan vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Kirkjugarðurinn hefur einnig gengið undir nafninu Fógetagarður og var Reykvíkingum hinsti hvílustaður í rúm áttahundruð ár eða allt fram til ársins 1838. Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum. Þá hafa framkvæmdirnar á svæðinu verið umdeildar en deiliskipulag á reitnum var samþykkt árið 2013 eftir mikið þref. Í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina segir að mjög hafi verið gengið á land Víkurkirkjugarðs með byggingum Landsímans. Þá segir einnig að vísbendingar hafi komið fram um að von sé á merkri niðurstöðu í tengslum við fornleifarannsóknir á svæðinu og því þyki „óráðlegt að samþykkja breytingar á deiliskipulagi á svæðinu áður en heildarniðurstöður yfirstandandi fornleifarannsóknar liggja fyrir.“
Fornminjar Skipulag Tengdar fréttir Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00 Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30 Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fyrstu myndir af fyrirhuguðu hóteli við Austurvöll Áætlað er að umdeilt hótel á svokölluðum Landsímareit opni eftir tvö ár. Alþingi hefur fallið frá kæru gegn Reykjavíkurborg vegna deiliskipulags á svæðinu. 9. febrúar 2016 21:00
Beinin segja mikla sögu Uppgröftur í elsta kirkjugarði Reykvíkinga gefur góða mynd af heilsufarssögu borgarbúa yfir um átthundruð ára tímabil. Vitneskjan getur nýst okkur til framtíðar, segir fornleifafræðingur. 31. mars 2016 19:30
Sátt náðist um Landsímareitinn Deiliskipulag á Landsímareitnum við Austurvöll var samþykkt í Skipulagsráði í gær. Allir greiddu atkvæði með því nema fulltrúi Vinstri grænna. 13. júlí 2013 08:30