Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá Sigrúnu Dóru Jónsdóttur, fjögurra barna einstæðri móður, sem er húsnæðislaus í Reykjanesbæ en mikill húsnæðisskortur er í bænum eins og víða á landinu. Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar, segir rúmlega níutíu manns vera á biðlista eftir almennu félagslegu húsnæði. „Fimmtán til sextán myndum við titla húsnæðislausa þótt þeir hafi höfði sínu að halla einhvers staðar, hjá vinum, ættingjum eða kunningjum." Hera segir allt að fjögurra ára bið eftir húsnæði en Reykjanesbær er þó það sveitarfélag sem er með einna mest af félagslegu húsnæði á landinu. Hún segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. „En bærinn hefur ekki húsnæði „standby“ fyrir þá sem lenda á götunni. Ef fólk er í þeirri aðstöðu að það geti ekki bjargað sér sjálf þá leiðbeinum við því að fara á gistiheimili eða þannig úrræði," segir hún.Boðið fóstur við útburð Sigrún Dóra hefur ítrekað óskað eftir aðstoð bæjarins þar sem hún getur ekki veitt eldri börnum sínum tveimur húsaskjól en eina úrræðið sem henni hefur boðist er að setja börnin í fóstur. Hera segir sjaldan boðið upp á slíkt. „En það gæti komið upp sú staða ef það er útburður hjá sýslumanni að barnaverndaryfirvöld mæta á staðinn, ef það þarf að aðstoða fólk við að vista börnin sín. En það hefur ekki gerst. Fólk hefur leyst úr því áður en það er komið á þann stað.“ Heitar umræður hafa skapast á facebook-síðum íbúa Reykjanesbæjar um húsnæðisvanda Sigrúnar. Þar vilja einhverjir meina að hælisleitendur séu í forgangi þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Hera segir hælisleitendur ekki vera í félagslegu húsnæði, húsnæði á almennum markaði er tekið á leigu fyrir þá. En er þá ekki hægt að leigja á almennum markaði fyrir aðra íbúa í neyð? „Við styðjum fólk við að gera það. Veitum aðstoð við fyrirframgreiðslu og reynum að liðka til eins og við getum," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22. júlí 2017 20:00
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30