„Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:00 Frá opnunarathöfn mótsins í morgun. vísir/vilhelm Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst. Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst.
Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00
Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01
Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00