Hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga í laxeldismálum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2017 22:30 Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. Færeyingar eru komnir mun lengra í laxeldi en við Íslendingar, en þeir hafa líka glímt við erfiðleika í gegnum tíðina. Þó hefur allt gegnið vel frá árinu 2006 eins og til dæmis hjá fyrirtækinu Hiddenfjord sem eru með kvíar í Hestfirði. Hiddenfjord framleiðir um 13 þúsund tonn af slátruðum laxi á ári sem er um 18 prósent af heildarframleiðslunni í Færeyjum en nálgast að vera svipað magn og framleitt er af eldislaxi á Íslandi. Atli Gregersen hefur mikla reynslu af laxeldi í sjó en fyrirtæki hans og bræðra hans hóf laxeldi árið 1982. En það hefur ýmislegt plagað færeysk laxeldisfyrirtæki í gegnum áratugina. „Já, við byrjuðum með allt of mörg fyrirtæki. Það voru um sextíu fyrirtæki í þeim tuttugu fjörðum sem eldi var leyft í. Það leiddi líka til ófriðar þar sem hver kenndi öðrum um það sem afvega fór og smit barst milli stofna fyrirtækjanna. Síðan var lögum breytt þannig að aðeins væri einn framleiðandi í hverjum firði. En áfram var fiskur allt árið um kring í hverjum firði þar til lögum var breytt árið 2003 þannig að í hverju sinni væri bara ein kynslóð af fiski í hverjum firði og þeir hvíldir milli kynslóða. Síðan þá hefur allt verið sólarmegin í Færeyjum.“Lögum og reglugerðum hefur verið breytt í gegnum árin til að stuðla að umhverfisvænni og skilvirkari framleiðslu. Fyrir árið 2006 voru allt upp í þrír framleiðendur í hverjum þeim tuttugu fjarða sem laxeldi er leyft í en eftir það má aðeins einn framleiðandi vera í hverjum firði. Og með því að hvíla firðina milli kynslóða hafi tekist að útrýma nær öllum sjúkdómum og standa alþjóðlega mjög vel að þessu leyti.Og í baráttunni við laxalúsina hefur ykkur borist liðsauki frá Íslandi?„Já, við fáum hrognkelsi frá Íslandi. Íslenska hrognkelsið er sólgið í færeysta laxalús. Þannig að það hefur gengið mjög vel,“ segir Atli. Mjög gott orð fer af færeyska laxinum á alþjóðamarkaði sem Færeyingar flytja út um allan heim en mest fer þó til Rússlands, eða um 48 prósent, og 35 prósent fara á Bandaríkjamarkað.Hvað viltu segja við þá sem hafa áhyggjur af umhverfinu varðandi laxeldi í íslenskum fjörðum?„Þá vill folk heldur ekki að búið sé í fjörðunum. Ef ekki má hafa athafnalíf á Vestfjörðum, hvernig á fólk að búa þar, myndi ég segja ef ég væri Vestfirðingur,“ segir Atli. Þess í stað eigi að setja strangar umhverfisreglur, til dæmis um að mjög reglulega fari fram lúsatalning hjá öllum ræktendum. Og í þeim heitu umræðum sem nú eiga sér stað vegna fiskeldis á Vestfjörðum er margt vitlausara sem Íslendingar geta gert en að hlusta á Færeyinga. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Einn reyndasti laxeldismadur Færeyja segir margt að varast í greininni og hvetur Íslendinga til að læra af reynslu Færeyinga. En þeim hefur tekist að vinna færeyska eldislaxinum gott orðspor á alþjóða vísu. Færeyingar eru komnir mun lengra í laxeldi en við Íslendingar, en þeir hafa líka glímt við erfiðleika í gegnum tíðina. Þó hefur allt gegnið vel frá árinu 2006 eins og til dæmis hjá fyrirtækinu Hiddenfjord sem eru með kvíar í Hestfirði. Hiddenfjord framleiðir um 13 þúsund tonn af slátruðum laxi á ári sem er um 18 prósent af heildarframleiðslunni í Færeyjum en nálgast að vera svipað magn og framleitt er af eldislaxi á Íslandi. Atli Gregersen hefur mikla reynslu af laxeldi í sjó en fyrirtæki hans og bræðra hans hóf laxeldi árið 1982. En það hefur ýmislegt plagað færeysk laxeldisfyrirtæki í gegnum áratugina. „Já, við byrjuðum með allt of mörg fyrirtæki. Það voru um sextíu fyrirtæki í þeim tuttugu fjörðum sem eldi var leyft í. Það leiddi líka til ófriðar þar sem hver kenndi öðrum um það sem afvega fór og smit barst milli stofna fyrirtækjanna. Síðan var lögum breytt þannig að aðeins væri einn framleiðandi í hverjum firði. En áfram var fiskur allt árið um kring í hverjum firði þar til lögum var breytt árið 2003 þannig að í hverju sinni væri bara ein kynslóð af fiski í hverjum firði og þeir hvíldir milli kynslóða. Síðan þá hefur allt verið sólarmegin í Færeyjum.“Lögum og reglugerðum hefur verið breytt í gegnum árin til að stuðla að umhverfisvænni og skilvirkari framleiðslu. Fyrir árið 2006 voru allt upp í þrír framleiðendur í hverjum þeim tuttugu fjarða sem laxeldi er leyft í en eftir það má aðeins einn framleiðandi vera í hverjum firði. Og með því að hvíla firðina milli kynslóða hafi tekist að útrýma nær öllum sjúkdómum og standa alþjóðlega mjög vel að þessu leyti.Og í baráttunni við laxalúsina hefur ykkur borist liðsauki frá Íslandi?„Já, við fáum hrognkelsi frá Íslandi. Íslenska hrognkelsið er sólgið í færeysta laxalús. Þannig að það hefur gengið mjög vel,“ segir Atli. Mjög gott orð fer af færeyska laxinum á alþjóðamarkaði sem Færeyingar flytja út um allan heim en mest fer þó til Rússlands, eða um 48 prósent, og 35 prósent fara á Bandaríkjamarkað.Hvað viltu segja við þá sem hafa áhyggjur af umhverfinu varðandi laxeldi í íslenskum fjörðum?„Þá vill folk heldur ekki að búið sé í fjörðunum. Ef ekki má hafa athafnalíf á Vestfjörðum, hvernig á fólk að búa þar, myndi ég segja ef ég væri Vestfirðingur,“ segir Atli. Þess í stað eigi að setja strangar umhverfisreglur, til dæmis um að mjög reglulega fari fram lúsatalning hjá öllum ræktendum. Og í þeim heitu umræðum sem nú eiga sér stað vegna fiskeldis á Vestfjörðum er margt vitlausara sem Íslendingar geta gert en að hlusta á Færeyinga.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira