„Þakklæti er okkur efst í huga“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 18:51 Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum en leyfðu sér aldrei að hugsa að þeim yrði ekki bjargað. Áhöfn skútunnar sendi frá sér neyðarboð um klukkan hálf fimm á miðvikudagsmorgun og fóru strax af stað umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar. Þegar í stað var nærstöddum skipum gert viðvart og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson næst vettvangi og fór á staðinn ásamt Varðskipinu Þór. Flugvél Isavia fór einnig á staðinn auk flugvélar danska flughersins sem var send frá Syðri Straumfirði í Grænlandi. Áhöfn flugvélar Isavia fann svo mennina um tíu leytið á miðvikudagsmorgun og skömmu síðar kom Árni Friðriksson á vettvang og bjargaði mönnunum úr björgunarbát. Vegna sjólags var ákveðið flytja mennina ekki um borð í Varðskipið Þór heldur að rannsóknarskipið myndi flytja þá í land.Fegnir með fast land undir fótum Árni Friðriksson kom til Grindavíkur um níu leytið í morgun en lagðist ekki að bryggju. Hafnsögubátur var sendur á móts við skipið sem tók áhöfnina og ferjaði hana í land. Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti mönnunum og var þeim til aðstoðar. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum. „Fast land undir fótum í fyrsta sinn í tvær vikur. Við sigldum frá St. Johns á Nýfundnalandi fyrir hálfum mánuði. Við erum loksins komin á fastalandið eftir tvær vikur,“ segir Morrie Pierson, skipverji sem var um borð í skútunni Skútan bar nafnið Valiant og var um 40 feta löng. Áhöfnin er vön sjóferðum og segir að ekki hafi verið búist við svo slæmu veðri. „Spáin hljóðaði upp á 12-15 metra á sekúndu en vindhraðinn fór upp í 21-27 metra á sekúndu. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir slíku en reyndin varð þessi,“ segir Pierson. Sjórinn var erfiður þegar atvikið átti sér stað en mastur skútunnar brotnaði eftir að skúta fékk á sig brot og fór heilan hring undir vatni. „Við vonuðum að hún myndi rétta sig sem hún svo gerði. Þegar hún rétti sig kom í ljós að allir voru ómeiddir. Sjór hafði komist í bátinn en hann var á floti. Við lensuðum sjóinn úr skútunni, þurrkuðum hana og köstuðum óþarfa hlutum fyrir borð því allt var á rúi og stúi um borð,“ segir Piersol.Þakklæti efst í huga Áhöfnin var alltaf vongóð um björgun „Fyrst sáum við flugvélina en vissum ekki hvort hún hefði séð okkur. Neyðarsendirinn sendir merki en maður veit ekki hvort þau séu numin. Heyrir einhver í sendinum? Maður vonar það auðvitað. En þegar við sáum flugvélina vissum við að áhöfnin hafði séð okkur,“ segir Piersol. Dagurinn í dag og næstu dagar fara í að ákveða næstu skref hjá áhöfninni en ráðgert er að vera á Íslandi næstu daga. „Allir hafa komið svo vel fram við okkur og sýnt okkur velvilja. Skipverjar á rannsóknarskipinu voru frábærir. Þið og allir aðrir lögðuð svo mikið á ykkur. Þakklæti er okkur efst í huga,“ sagði Piersol að lokum. Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum en leyfðu sér aldrei að hugsa að þeim yrði ekki bjargað. Áhöfn skútunnar sendi frá sér neyðarboð um klukkan hálf fimm á miðvikudagsmorgun og fóru strax af stað umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar. Þegar í stað var nærstöddum skipum gert viðvart og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson næst vettvangi og fór á staðinn ásamt Varðskipinu Þór. Flugvél Isavia fór einnig á staðinn auk flugvélar danska flughersins sem var send frá Syðri Straumfirði í Grænlandi. Áhöfn flugvélar Isavia fann svo mennina um tíu leytið á miðvikudagsmorgun og skömmu síðar kom Árni Friðriksson á vettvang og bjargaði mönnunum úr björgunarbát. Vegna sjólags var ákveðið flytja mennina ekki um borð í Varðskipið Þór heldur að rannsóknarskipið myndi flytja þá í land.Fegnir með fast land undir fótum Árni Friðriksson kom til Grindavíkur um níu leytið í morgun en lagðist ekki að bryggju. Hafnsögubátur var sendur á móts við skipið sem tók áhöfnina og ferjaði hana í land. Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti mönnunum og var þeim til aðstoðar. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum. „Fast land undir fótum í fyrsta sinn í tvær vikur. Við sigldum frá St. Johns á Nýfundnalandi fyrir hálfum mánuði. Við erum loksins komin á fastalandið eftir tvær vikur,“ segir Morrie Pierson, skipverji sem var um borð í skútunni Skútan bar nafnið Valiant og var um 40 feta löng. Áhöfnin er vön sjóferðum og segir að ekki hafi verið búist við svo slæmu veðri. „Spáin hljóðaði upp á 12-15 metra á sekúndu en vindhraðinn fór upp í 21-27 metra á sekúndu. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir slíku en reyndin varð þessi,“ segir Pierson. Sjórinn var erfiður þegar atvikið átti sér stað en mastur skútunnar brotnaði eftir að skúta fékk á sig brot og fór heilan hring undir vatni. „Við vonuðum að hún myndi rétta sig sem hún svo gerði. Þegar hún rétti sig kom í ljós að allir voru ómeiddir. Sjór hafði komist í bátinn en hann var á floti. Við lensuðum sjóinn úr skútunni, þurrkuðum hana og köstuðum óþarfa hlutum fyrir borð því allt var á rúi og stúi um borð,“ segir Piersol.Þakklæti efst í huga Áhöfnin var alltaf vongóð um björgun „Fyrst sáum við flugvélina en vissum ekki hvort hún hefði séð okkur. Neyðarsendirinn sendir merki en maður veit ekki hvort þau séu numin. Heyrir einhver í sendinum? Maður vonar það auðvitað. En þegar við sáum flugvélina vissum við að áhöfnin hafði séð okkur,“ segir Piersol. Dagurinn í dag og næstu dagar fara í að ákveða næstu skref hjá áhöfninni en ráðgert er að vera á Íslandi næstu daga. „Allir hafa komið svo vel fram við okkur og sýnt okkur velvilja. Skipverjar á rannsóknarskipinu voru frábærir. Þið og allir aðrir lögðuð svo mikið á ykkur. Þakklæti er okkur efst í huga,“ sagði Piersol að lokum.
Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03
Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40