Íslenskt hey og vatn flutt til Hollands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2017 20:39 Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður. Hestar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Hestarnir nítján sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi með knöpum sínum fara út með flugi í fyrramálið. Þrjú tonn af íslensku heyi og eitt tonn af íslensku vatni fer með hrossunum, auk fóðurbætis. Landslið Íslands í hestaíþróttum kom nýlega saman á bænum Grænhóli í Ölfusi þar sem dýralæknaskoðun fór fram en Helgi Sigurðsson er dýralæknir liðsins. Hver hestur fær hestapassa með sér til Hollands sem er vottaður af Mast og Bændasamtökum Íslands. Heimsmeistaramótið verður haldið dagana 7. til 14. ágúst. „Þessi passi fylgir þessum hesti alla ævi. Ef hann týnir honum á hann að fá nýjan. Hérna eru allar bólusetningar færðar inn og ef þessir hestar fara á mót einhvers staðar annars staðar í Evrópu, þá skulu þeir hafa þennan passa með,“ segir Helgi. Erlendur Árnason er járningameistari landliðsins. Hann mun fá skammirnar ef skeifa dettur undan á keppnisvellinum. „Já, það er gott að hafa einhvern til að kenna um fyrir knapana. Þá losna þeir við smá stress,“ segir Erlendur. Mikið af allskonar búnaði fylgir landsliðinu en sérstaka athygli vekur að þrjú tonn af íslensku heyi fer með liðinu en það gefur Vilhjálmur Þórarinsson í Litlu-Tungu. Þá fer liðið með 1 tonn af íslensku vatni fyrir keppnishestana. En hestarnir fá ekki að koma aftur heim til Íslands, er það ekki sorglegt ? „Þessir hestar fara yfirleitt á það góða staði, og oft á staði þar sem menn þekkjast og annað, en auðvitað tekur það aðeins í að þurfa að skilja eftir hesta sem að menn eru búnir að vera með lengi og svo framvegis, segir Páll Bragi Hólmarsson, landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins. Sigurður Vignir Matthíasson, knapi lofar góðum árangri í Hollandi. „Það eru allir ferskir og kátir og mikil stemning í hópnum. Við erum bara að fara að gera stóra hluti,“ segir Sigurður.
Hestar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira