Kate Middleton klæddist doppóttum kjól frá Dolce & Gabbana.Vísir/Getty
Wimbledon-mótið í tennis stendur þessa stundina yfir í Lundúnum og af því tilefni flykkist fólk á völlinn til að fylgjast með tennisstjörnum keppa, hvort sem það hefur áhuga á íþróttinni eða ekki.
Og stjörnurnar nýta áhorfendastúkuna gjarnan sem tískupall og mæta í sínu fínasta pússi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hér fyrir neðan.
David Beckham var flottur á því í jakka frá Polo Ralph Lauren.Fyrirsætan Poppy Delevingne klæddist stílhreinum bleiserjakka úr kasmírull og var með tösku með hlébarðamynstri. Jakkinn er úr smiðju Ralphs Lauren.Anna Wintour lætur sig ekki vanta á Wimbledon enda er hún hrifin af tennis.Söngkonan Ellie Goulding mætti í afar flottum ljósbláum kjól frá Gucci.Pippa Middleton var glæsileg í fölbleikum blúndukjól frá merkinu Self-Portrait.