Spánverjar á mótorhjólum minnast Spánverjavíganna fyrir vestan Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 21:00 Hópur Spánverja á mótorhjólum heimsótti Bolungarvík í dag til að færa bæjarbúum minningarskjöld um ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Góður hugur fylgdi þó hópnum en forsprakka hans fannst hann vera kominn heim til sín þegar hann kom á Vestfirðina. Hópur Spánverja á mótorhjólum kom vestur að Óshólavita í Bolungarvík í dag til að minnast Baskavíganna í október árið 1615, sem voru síðustu og ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Hugo Scagnetti forsprakki hópsins afhenti Guðbjörgu Stefaníu Hafþórsdóttur forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur minningarskjöld um þá sem féllu. „Við ákváðum að ferðast til Íslands og til Bolungarvíkur því áhugaverð saga tengir Íslendinga og Spánverja. Einn úr okkar hópi kemur frá Baskalandi,“ segir Hugo. Sumarið 1615 var afar slæmt og firðir á Vestfjörðum ísilagðir langt fram á sumar. En síðsumars komu þrjú basknesk hvalveiðiskip fyrst inn á Patreksfjörð og síðar inn á Þingeyri og Bolungarvík. Í fyrstu voru samskipti heimannanna og Baskanna góð en þegar skipin voru að halda á brott frá Reykjarfirði skall á mikill stormur og skipin strönduðu. Til að gera langa sögu stutta sló í brýnu milli skipbrotsmanna og heimamanna eftir að Baskarnir gerðu sig heimakomna og gæddu sér á harðfiski sem leiddi til þess að um áttatíu Baskar voru myrtir grimmilega í tveimur árásum. Engir ættingjar þeirra myrtu voru þó í hópnum í dag. „Nei, enginn úr fjölskyldum þeirra er hér en mörgum Spánverjum finnst þetta vera mjög áhugaverð saga,“ segir Hugo. Hópnum finnist líka gaman að kynnast íslenskri nútímamenningu en hann lagði af stað hringinn um landið frá Reykjavík suður með landinu fyrir nokkrum dögum. „Ég kom hingað fyrir 5-6 árum en ég þekki ekki mikið til Vestfjarðanna. Ég kann mjög vel við mig hér því ég er fæddur í Patagóniu hinum megin á jörðinni. Þetta svæði er mjög svipað. Alveg eins og heima,“ sagði Hugo áður en hann hélt brosandi af stað á mótorhjóli sínu með hópnum. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hópur Spánverja á mótorhjólum heimsótti Bolungarvík í dag til að færa bæjarbúum minningarskjöld um ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Góður hugur fylgdi þó hópnum en forsprakka hans fannst hann vera kominn heim til sín þegar hann kom á Vestfirðina. Hópur Spánverja á mótorhjólum kom vestur að Óshólavita í Bolungarvík í dag til að minnast Baskavíganna í október árið 1615, sem voru síðustu og ein verstu fjöldamorð sem framin hafa verið á Íslandi. Hugo Scagnetti forsprakki hópsins afhenti Guðbjörgu Stefaníu Hafþórsdóttur forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur minningarskjöld um þá sem féllu. „Við ákváðum að ferðast til Íslands og til Bolungarvíkur því áhugaverð saga tengir Íslendinga og Spánverja. Einn úr okkar hópi kemur frá Baskalandi,“ segir Hugo. Sumarið 1615 var afar slæmt og firðir á Vestfjörðum ísilagðir langt fram á sumar. En síðsumars komu þrjú basknesk hvalveiðiskip fyrst inn á Patreksfjörð og síðar inn á Þingeyri og Bolungarvík. Í fyrstu voru samskipti heimannanna og Baskanna góð en þegar skipin voru að halda á brott frá Reykjarfirði skall á mikill stormur og skipin strönduðu. Til að gera langa sögu stutta sló í brýnu milli skipbrotsmanna og heimamanna eftir að Baskarnir gerðu sig heimakomna og gæddu sér á harðfiski sem leiddi til þess að um áttatíu Baskar voru myrtir grimmilega í tveimur árásum. Engir ættingjar þeirra myrtu voru þó í hópnum í dag. „Nei, enginn úr fjölskyldum þeirra er hér en mörgum Spánverjum finnst þetta vera mjög áhugaverð saga,“ segir Hugo. Hópnum finnist líka gaman að kynnast íslenskri nútímamenningu en hann lagði af stað hringinn um landið frá Reykjavík suður með landinu fyrir nokkrum dögum. „Ég kom hingað fyrir 5-6 árum en ég þekki ekki mikið til Vestfjarðanna. Ég kann mjög vel við mig hér því ég er fæddur í Patagóniu hinum megin á jörðinni. Þetta svæði er mjög svipað. Alveg eins og heima,“ sagði Hugo áður en hann hélt brosandi af stað á mótorhjóli sínu með hópnum.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira