Sýnir mikilvægi Keflavíkurflugvallar fyrir öryggi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júlí 2017 12:08 Bilun kom upp í hreyfli farþegaþotu Norwegian í morgun og var vélinni lent í Keflavík. Myndin er úr safni. Atvikum eins og því þegar norsk flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli á einum hreyfli í morgun hefur fjölgað með aukinni flugumferð. Upplýsingafulltrúi Isavia segir atvikið sýna mikilvægi flugvallarins sem öryggisventils á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Boeing Dreamliner-farþegaþotu norska flugfélagsins Norwegian var lent á Keflavíkurflugvelli á tíunda tímanum í morgun eftir að flugstjóri hennar tilkynnti um bilun í hreyfli. Vélin var á leið frá Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi. Um borð voru um það bil þrjú hundruð farþegar auk áhafnar.Sjá einnig:Norskri flugvél með bilaðan hreyfil lent í Keflavík Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að farþegunum hafi verið boðin áfallahjálp en samstarfsaðili Norwegian á Íslandi sjái um að koma þeim áfram.Lítil hætta á ferðumÖllum viðbragðsaðilum á Suðurnesjum var gert viðvart um að vélin væri væntanleg til lendingar og var óvissustigi, lægsta hættustiginu, lýst yfir. Fyrst voru reyndar send út skilaboð um hæsta mögulega viðbúnaðarstig fyrir mistök en þau voru fljótt afturkölluð. Þrátt fyrir viðbúnaðinn segir Guðni að lítil hætta sé talin hafa verið á ferðum. Flughæfni véla af þessu tagi sé mikil, jafnvel þó að þær fljúgi aðeins á einum hreyfli.Keflavíkurflugvöllur er mikilvægur flugöryggi á norðanverðu Atlantshafi.Vísir/Anton Brink.Hafa lent í Keflavík vegna flugatvika og veikindaAtvikum af þessu tagi hefur fjölgað eftir því sem umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur aukist undanfarin ár. „Þarna er einmitt um að ræða flugvél sem er ekki á leiðinni til Keflavíkur heldur á milli heimsálfa. Þetta sýnir auðvitað mikilvægi Keflavíkurflugvallar sem öryggisventils þarna á milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Guðni. Þó að það hafi ekki gerst oft þá hafi það komið fyrir að flugvélar sem voru á leið yfir Atlantshafið hafi lent í Keflavík, annað hvort vegna einhvers konar flugatvika eða veikinda farþega. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Atvikum eins og því þegar norsk flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli á einum hreyfli í morgun hefur fjölgað með aukinni flugumferð. Upplýsingafulltrúi Isavia segir atvikið sýna mikilvægi flugvallarins sem öryggisventils á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Boeing Dreamliner-farþegaþotu norska flugfélagsins Norwegian var lent á Keflavíkurflugvelli á tíunda tímanum í morgun eftir að flugstjóri hennar tilkynnti um bilun í hreyfli. Vélin var á leið frá Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi. Um borð voru um það bil þrjú hundruð farþegar auk áhafnar.Sjá einnig:Norskri flugvél með bilaðan hreyfil lent í Keflavík Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að farþegunum hafi verið boðin áfallahjálp en samstarfsaðili Norwegian á Íslandi sjái um að koma þeim áfram.Lítil hætta á ferðumÖllum viðbragðsaðilum á Suðurnesjum var gert viðvart um að vélin væri væntanleg til lendingar og var óvissustigi, lægsta hættustiginu, lýst yfir. Fyrst voru reyndar send út skilaboð um hæsta mögulega viðbúnaðarstig fyrir mistök en þau voru fljótt afturkölluð. Þrátt fyrir viðbúnaðinn segir Guðni að lítil hætta sé talin hafa verið á ferðum. Flughæfni véla af þessu tagi sé mikil, jafnvel þó að þær fljúgi aðeins á einum hreyfli.Keflavíkurflugvöllur er mikilvægur flugöryggi á norðanverðu Atlantshafi.Vísir/Anton Brink.Hafa lent í Keflavík vegna flugatvika og veikindaAtvikum af þessu tagi hefur fjölgað eftir því sem umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur aukist undanfarin ár. „Þarna er einmitt um að ræða flugvél sem er ekki á leiðinni til Keflavíkur heldur á milli heimsálfa. Þetta sýnir auðvitað mikilvægi Keflavíkurflugvallar sem öryggisventils þarna á milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Guðni. Þó að það hafi ekki gerst oft þá hafi það komið fyrir að flugvélar sem voru á leið yfir Atlantshafið hafi lent í Keflavík, annað hvort vegna einhvers konar flugatvika eða veikinda farþega.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira