Utanríkisráðherra óttast ekki yfirburði Breta gangi þeir í EFTA Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 18:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var jákvæður gagnvart mögulegri aðild Breta að EFTA, Fríverslunarsamtökum Evrópu, eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu í viðtali við breska blaðið The Telegraph síðast liðinn laugardag. En í dag eru fjögur ríki með aðild að EFTA, Ísland, Noregur og Lichtenstein sem eru jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og Sviss sem er með sérstakan tvíhliða samning við Evrópusambandið. EFTA var stofnað árið 1960 og var með mun fleiri aðildarríki á árum áður. Bretar voru þar meðal stofnríkja en gengu síðar í Evrópusambandið ásamt fleiri ríkjum og þar með úr EFTA. Nú eru hins vegar alls kyns hugleiðingar á gangi varðandi framtíðarstöðu Bretlands eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu og því vöktu ummæli Guðlaugs Þórs mikla athygli í Bretlandi. „Stóra málið er einfaldlega þetta, EFTA er tæki til að búa til fríverslunarsamninga og hefur reynst vel. Það er alveg ljóst að Bretar munu gera mikið af fríverslunarsamningum þegar þeir ganga út úr Evrópusambandinu hafa lagt upp með það. Þannig að spurningin er, fara hagsmunir ekki saman þarna,“ segir Guðlaugur Þór. Áherslur Breta og EFTA ríkjanna varðandi fríverslunarsamninga séu mjög svipaðar. Stóra hagsmunamálið fyrir Ísland sé að eiga fríverslun við eins mörg ríki og hægt sé og Bretland sé mikilvægt í utanríkisviðskiptum Íslands. Ráðherrar EFTA ríkjanna hafi rætt möguleikann á inngöngu Breta í samtökin. „En við erum ekki komin á þann stað að fara að taka einhverjar ákvarðanir. Auðvitað verður að vera vilji hjá öllum aðilum. Ekki síst Bretum ef þeim hugnast þetta. Og finnst það vera skynsamlegt. Þá er þetta eitthvað sem menn verða að setjast af alvöru yfir,“ segir utanríkisráðherra. Þessa vikuna stendur yfir önnur lota samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr sambandinu og borið hefur á óróleika innan bresku stjórnarinnar vegna málsins. Þannig hefur lekið út gagnrýni einstakra ráðherra á Theresu May forsætisráðherra á ríkisstjórnarfundum og samningamenn Evrópusambandsins hafa kvartað undan því að stefna Breta varðandi útgönguna sé ekki nógu skýr.Hefur þú rætt þetta við breska ráðherra? „Já, þegar ég fór og hitti Boris Johnson (utanríkisráðherra Bretlands) og fleiri ráðherra voru þessi mál rædd á víðum grunni og eðlilega var rætt um EFTA líka.“Sýndist þér Johnson og félagar hafa áhuga á þessu? „Þeir voru á þeim stað þegar ég hitti þá í apríl að meta stöðuna. Meta sína hagsmuni, hvernig best væri að gera þetta. Þeir hafa auðvitað ekki komið nálægt fríverslunarsamningum í nokkra áratugi, eða frá því þeir gengu í ESB. En stefna þeirra er skýr að því leytinu að þeir vilja vera í forystu í fríverslun í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira