Nítján ára bjargaði sjö úr eldsvoða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júlí 2017 19:54 Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. vísir/Heiða Halldórsdóttir Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12
Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36
Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20