Tvöfalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2017 10:24 Gestir sundlaugar Akureyrar hafa líklega getað fylkt liði í laugina á góðviðrisdögum það sem af er sumri. Vísir/Auðunn Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur. Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Sjá meira
Svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík voru tvöfalt færri í maí og júní en sambærilegir dagar á Akureyri samkvæmt könnun Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mikil úrkoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er sumri og ekki er von á miklum breytingum í þeim efnum næstu daga. Á vef Veðurstofu Íslands er birt samantekt yfir veðurfar hvers mánaðar en þar segir að meðalhiti í maí 2017 hafi verið 8,6 stig. Sá hiti er 2,3 stigum fyrir ofan meðallag áranna 1961-1990 og 1,7 stigi yfir meðallagi síðustu ára. Þá fór hiti víða yfir 20 stig, sem þykir óvenjulegt. Úrkoma í maí var einnig yfir meðallagi. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir júnímánuð hafa verið í „tæpu meðallagi“ hvað þetta varðar.„Sumardagar“ færri í Reykjavík en á Akureyri Trausti Jónsson veðurfræðingur birti talningu sína á svokölluðum „sumardögum“ á bloggsíðu sinni um helgina. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en 15 stig. Sumardagar í Reykjavík, samkvæmt þessari skilgreiningu Trausta, voru samtals 8 í maí og júní. Þar af voru 3 þeirra í maímánuði. Til samanburðar voru 16 sumardagar á Akureyri í maí og júní, 9 í maí. Trausti gefur júnímánuði í Reykjavík sumareinkunnina 8 af 16 mögulegum, sem miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Því er ljóst að nýliðinn júní hefur verið í meðallagi.Ekkert spennandi í kortunum Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að ekki sé spennandi veður framundan nú í byrjun júlí. Hann leggur þó áherslu á að spáin sé nokkuð gróflega áætluð. „Það er svona kannski ekkert mjög spennandi sumarfrísveður framundan, það eru lægðir við landið og suðlæg átt. Það þýðir að þá verður vætusamara sunnan- og vestanlands, skárri vika norðan- og austanlands. Þar er bæði þurrara og hlýrra,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Sjá meira