Nýtt úrræði til fyrstu íbúðakaupa gagnast tekjuháum best Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2017 18:45 Nýtt úrræði stjórnvalda til að létta undir með fólki til kaupa á fyrstu íbúð gagnast aðallega þeim sem eru með háar tekjur. Fólk með lægri tekjur þyrfti því að leggja til annan sparnað ásamt úrræði stjórnvalda til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Samkvæmt þessu nýja úrræði stjórnvalda gæti einstaklingur með 400 hundruð þúsund krónur á mánuði einungis keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. En slíka íbúð er varla að finna á höfuðborgarsvæðinu. Könnun Íbúðalánasjóðs leiðir einnig í ljós að sífellt færri eiga eigið húsnæði en viljinn er mikill hjá þeim sem leigja að komast í eigið húsnæði.Fólk getur hvenær sem er frá síðustu mánaðamótum og í allt að tíu ár, nýtt sér þessa leið sem gengur út á að einstaklingar nýti sér allt að fjögurra prósenta séreignarsparnað sinn og tveggja prósenta mótframlag vinnuveitenda til kaupa á fyrstu íbúð. Fólk getur farið þrjár megin leiðir, sparað í allt að tíu ár fyrir útborgun, greitt inn á höfuðstól láns sem þegar hefur verið tekið til kaupa á fyrstu íbúð eða farið blandaða leið. Hámarks söfnun eða afborgun með þessum hætti á ári er fimm hundruð þúsund krónur í allt að tíu ár, eða fimm milljónir á hvern einstakling. Hjón eða tveir aðilar sem kaupa sér íbúð saman geta hvort um sig fullnýtt úrræðið, að því gefnu að báðir aðilar sé hvor um sig skráður eigandi a.m.k 30 prósenta af íbúðinni.Úræðið er tekjutengt Þar sem þessi leið miðar við séreignarsparnað sem er hlutfall af launum fólks, gefur auga leið að eftir því sem laun fólks eru lægri getur það sett minna í séreignarsparnað. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig þurfi einstaklingur að hafa tæplega sjö hundruð þúsund krónur á mánuði í laun til að fullnýta úrræðið.„Við sjáum að þetta er í rauninni bara eigin sparnaður og því lægri sem tekjurnar eru, því lægri er sparnaðurinn. Þar af leiðandi stuðningur hins opinbera í þessu tilfelli og það er ólíklegt að það (sparnaðurinn) nái upp í það 20 prósenta eiginfjárframlags sem þarf til kaupa á fasteignum,“ segir Una. Skoðum dæmi Íbúðalánasjóðs af Jóni með 400 þúsund krónur á mánuði. Hann gæti lagt til 288 þúsund krónur með þessari leið á ári, eða tvær milljónir áttahundruð og áttatíu þúsund krónur á tíu árum og gæti því ef enginn annar sparnaður eða eigiðfé kæmi til keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. Ef Jón væri hins vegar að kaup t.d. með Rúnu sem hefði 600 þúsund í mánaraðarlaun gæt þau samanlagt nýtt sparnað upp á 7,2 milljónir króna. Stjórnvöld hafa boðað frekari aðgerðir til að styrkja sérstaklega þá tekjulægstu til kaupa á eigin húsnæði. En sífellt fleiri búa á ótryggum leigumarkaði, eða rúm 17 prósent flólks nú en voru um 12 prósent í lok árs 2006. Það ár voru 77,3 prósent í eigin húsnæði en í dag eru sjötíu prósent í eigin húsnæði, þótt viljinn til að losna úr leigunni sé mikill.* „Við sjáum það milli mælinga. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem telja minni og minni líkur á að þeir verði á leigumarkaði næst þegar þeir skipta um húsnæði. Þannig að við sjáum að viljinn virðist vera fyrir hendi til að komast úr þessu óöryggi sem er á leigumarkaði,“ segir Una Jónsdóttir. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nýtt úrræði stjórnvalda til að létta undir með fólki til kaupa á fyrstu íbúð gagnast aðallega þeim sem eru með háar tekjur. Fólk með lægri tekjur þyrfti því að leggja til annan sparnað ásamt úrræði stjórnvalda til að eiga fyrir útborgun í íbúð. Samkvæmt þessu nýja úrræði stjórnvalda gæti einstaklingur með 400 hundruð þúsund krónur á mánuði einungis keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. En slíka íbúð er varla að finna á höfuðborgarsvæðinu. Könnun Íbúðalánasjóðs leiðir einnig í ljós að sífellt færri eiga eigið húsnæði en viljinn er mikill hjá þeim sem leigja að komast í eigið húsnæði.Fólk getur hvenær sem er frá síðustu mánaðamótum og í allt að tíu ár, nýtt sér þessa leið sem gengur út á að einstaklingar nýti sér allt að fjögurra prósenta séreignarsparnað sinn og tveggja prósenta mótframlag vinnuveitenda til kaupa á fyrstu íbúð. Fólk getur farið þrjár megin leiðir, sparað í allt að tíu ár fyrir útborgun, greitt inn á höfuðstól láns sem þegar hefur verið tekið til kaupa á fyrstu íbúð eða farið blandaða leið. Hámarks söfnun eða afborgun með þessum hætti á ári er fimm hundruð þúsund krónur í allt að tíu ár, eða fimm milljónir á hvern einstakling. Hjón eða tveir aðilar sem kaupa sér íbúð saman geta hvort um sig fullnýtt úrræðið, að því gefnu að báðir aðilar sé hvor um sig skráður eigandi a.m.k 30 prósenta af íbúðinni.Úræðið er tekjutengt Þar sem þessi leið miðar við séreignarsparnað sem er hlutfall af launum fólks, gefur auga leið að eftir því sem laun fólks eru lægri getur það sett minna í séreignarsparnað. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þannig þurfi einstaklingur að hafa tæplega sjö hundruð þúsund krónur á mánuði í laun til að fullnýta úrræðið.„Við sjáum að þetta er í rauninni bara eigin sparnaður og því lægri sem tekjurnar eru, því lægri er sparnaðurinn. Þar af leiðandi stuðningur hins opinbera í þessu tilfelli og það er ólíklegt að það (sparnaðurinn) nái upp í það 20 prósenta eiginfjárframlags sem þarf til kaupa á fasteignum,“ segir Una. Skoðum dæmi Íbúðalánasjóðs af Jóni með 400 þúsund krónur á mánuði. Hann gæti lagt til 288 þúsund krónur með þessari leið á ári, eða tvær milljónir áttahundruð og áttatíu þúsund krónur á tíu árum og gæti því ef enginn annar sparnaður eða eigiðfé kæmi til keypt sér íbúð á 14 milljónir króna. Ef Jón væri hins vegar að kaup t.d. með Rúnu sem hefði 600 þúsund í mánaraðarlaun gæt þau samanlagt nýtt sparnað upp á 7,2 milljónir króna. Stjórnvöld hafa boðað frekari aðgerðir til að styrkja sérstaklega þá tekjulægstu til kaupa á eigin húsnæði. En sífellt fleiri búa á ótryggum leigumarkaði, eða rúm 17 prósent flólks nú en voru um 12 prósent í lok árs 2006. Það ár voru 77,3 prósent í eigin húsnæði en í dag eru sjötíu prósent í eigin húsnæði, þótt viljinn til að losna úr leigunni sé mikill.* „Við sjáum það milli mælinga. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem telja minni og minni líkur á að þeir verði á leigumarkaði næst þegar þeir skipta um húsnæði. Þannig að við sjáum að viljinn virðist vera fyrir hendi til að komast úr þessu óöryggi sem er á leigumarkaði,“ segir Una Jónsdóttir.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira