Leitar til lögreglu vegna dýraeftirlitsmanns Árborgar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. júlí 2017 20:41 Köttur Helgu er enn auglýstur sem óskiladýr á vef Árborgar Skjáskot Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga. Dýr Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga.
Dýr Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira