Elsta verslunarmiðstöð Reykjavíkur tekur miklum breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 19:00 Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Miklar breytingar standa nú yfir á elstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur við Laugaveg. Búð er að hækka húsið um eina hæð en eftir örfáa mánuði verða ellefu nýjar íbúðir í húsinu sem og nýr veitingastaður ásamt verslunum sem þar voru áður. Já Kjörgarður er sennilega elsta verslunarmiðstöðin í Reykjavík. Það var mikil spenna þegar hún var opnuð árið 1959, fyrir tæplega sextíu árum. Og fyrir hverju var fólk spenntast? Jú, nýu fyrirbæri; rúllustiga. Sæmundur H. Sæmundsson framkvæmdastjóri Vesturgarðs segir Kjörgarð enn í eigu Valfells fjölskyldunnar sem byggði húsið á sínum tíma ásamt Kristjáni Friðrikssyni og sér félagið Vesturgarður um rekstur hússins. „Jú ég held að það sé rétt hjá þér að þetta sé elsta verslunarmiðstöðin. Alla vega fyrsta húsið sem var með rúllustiga og er eiginlega frægt fyrir það,“ segir Sæmundur. Já og eftirvæntingin var mikil eins og sést á ljósmynd frá opunardeginum en röð fólks náði langt upp eftir Laugavegi.Og það var hálfgerð Costco röð fyrir utan? „Já það var Costco röð. Mjög svipað.“ Rúllustiginn frægi er horfinn fyrir all mörgum árum og nú er búið að bæta fimmtu hæðinni ofan á húsið. „Það hefur verið síðustu árin fjögurra hæða hús. En við bættum fimmtu hæðinni við. Tókum allt inn úr þriðju og fjórðu hæðinni. þannig að það verða íbúðir á þriðju, fjórðu og fimmtu, alls ellefu íbúðir,“ segir Sæmundur. Íbúðirnar eru frá 80 upp í fjögurhundruð fermetrar og verða allar leigðar út til lengri eða skemmri tíma. Bónus heldur áfram starfsemi sinni á jarðhæð hússins en þar bætist nú einnig við inngangur að nýjum veitingastað sem verður á annarri hæðinni og Kormákur og Skjöldur hafa haldið út framkvæmdatímann og verða áfram á sínum stað. Iðnaðarmenn eru að vinnu um allt húsið eins og á veitinastaðnum Nostra sem eigendur stefnað á að opna innan ekki margra vikna. Þar verður hægt að ganga út á svalir og njóta útsýnisins yfir mannlífið á Laugavegi. Íbúðirnar eru mislangt komnar en það er engu logið um útsýnið úr íbúðunum á efstu hæðinni. Leiguverðið verður á bilinu 260 þúsund til 400 þúsund á mánuði allt eftir stærð íbúðanna og staðsetningu.Hvenær ætlar þú að vera búinn að þessu öllu? „Svona í lok ágúst, byrjun septembers. Þá verða íbúðirnar klárar. En veitingahúsið á annarri hæðinni; þau eru bjartsýnt fólk og ætla að reyna að opna eftir mánuð,“ segir Sæmundur H. Sæmundsson.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira