Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 11:50 Ummælin sem Spartakus vill dæmd dauð og ómerk snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti hans í Suður-Ameríku. Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni vegna fréttaflutnings af sér á vefmiðli Hringbrautar á síðasta ári. Hann fór fram á ómerkingu á níu ummælum sem birtust á Hringbraut.is og tvær milljónir króna í skaðabætur. Ummælin snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti Guðmundar, en Hringbraut greindi meðal annars frá því að Guðmundur Spartakus væri fíkniefnasmyglari í Suður-Ameríku sem sigldi þar „undir fölsku vegabréfsflaggi.“Eiga rætur að rekja til erlendra fjölmiðla Fréttirnar eiga flestar rætur sínar að rekja til erlendra fjölmiðlar þar sem fjallað er smyglhring í Suður-Ameríku, en þar er Guðmundur Spartakus sagður einn höfuðpaura. Fjölmiðlar hérlendis greindu frá málinu og sendi lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, í framhaldinu kröfubréf á blaðamenn sem fjölluðu um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru kröfubréf send á DV, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Stundina, Hringbraut og 365 miðla. Vilhjálmur höfðaði svo meiðyrðamál á hendur Sigmundi Erni vegna fréttaflutnings á Hringbraut og á hendur þremur fréttamönnum og fréttastjóra RÚV, en Ríkisútvarpið er krafið um samtals tíu milljónir króna. Þá höfðaði hann sömuleiðis mál á hendur Atla Má Gylfasyni, blaðamanni Stundarinnar, en munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Stundin hefur fjallað hvað mest um Guðmund Spartakus undanfarin misseri. Sigmundur Ernir var sýknaður í apríl síðastliðnum, fyrst og fremst á grundvelli þess að umfjöllun Hringbrautar byggði einkum á því sem kom fram í öðrum miðlum. Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni vegna fréttaflutnings af sér á vefmiðli Hringbrautar á síðasta ári. Hann fór fram á ómerkingu á níu ummælum sem birtust á Hringbraut.is og tvær milljónir króna í skaðabætur. Ummælin snúa að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti Guðmundar, en Hringbraut greindi meðal annars frá því að Guðmundur Spartakus væri fíkniefnasmyglari í Suður-Ameríku sem sigldi þar „undir fölsku vegabréfsflaggi.“Eiga rætur að rekja til erlendra fjölmiðla Fréttirnar eiga flestar rætur sínar að rekja til erlendra fjölmiðlar þar sem fjallað er smyglhring í Suður-Ameríku, en þar er Guðmundur Spartakus sagður einn höfuðpaura. Fjölmiðlar hérlendis greindu frá málinu og sendi lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, í framhaldinu kröfubréf á blaðamenn sem fjölluðu um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst voru kröfubréf send á DV, Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Stundina, Hringbraut og 365 miðla. Vilhjálmur höfðaði svo meiðyrðamál á hendur Sigmundi Erni vegna fréttaflutnings á Hringbraut og á hendur þremur fréttamönnum og fréttastjóra RÚV, en Ríkisútvarpið er krafið um samtals tíu milljónir króna. Þá höfðaði hann sömuleiðis mál á hendur Atla Má Gylfasyni, blaðamanni Stundarinnar, en munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Stundin hefur fjallað hvað mest um Guðmund Spartakus undanfarin misseri. Sigmundur Ernir var sýknaður í apríl síðastliðnum, fyrst og fremst á grundvelli þess að umfjöllun Hringbrautar byggði einkum á því sem kom fram í öðrum miðlum.
Tengdar fréttir Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp eftir að hafa byrjað að vinna úttekt á máli Friðriks. 1. desember 2016 13:30
Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45
Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00