Lektor segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2017 22:41 Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“ Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira