Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júní 2017 15:12 Árásin átti sér stað í verslun Krónunnar á Granda þann 19. júní 2016. Vísir/Heiða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað. Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað.
Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50