Ferðaþjónustan segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2017 19:30 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar VÍSIR/ERNIR Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir nánast ógerlegt að gera framtíðaráætlanir við núverandi ástand í gjaldmiðilsmálum. Þá segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ekki ljóst hvaða leikreglum Seðlabankinn vinni eftir þegar hann bregðist við veikingu krónunnar í síðustu viku með milljarða kaupum á krónum. Ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn hafa borið sig illa undanfarin misseri vegna styrkingar krónunnar. Krónan tók hins vegar að veikjast í síðustu viku en þá brá svo við að Seðlabankinn tók að kaupa krónur til að vinna gegn veikingu hennar. Krónan hefur verið að styrkjast mikið undanfarin misseri sem þýðir að útflutningsgreinar fá færri krónur fyrir erlendar myntir sem þær fá fyrir vörur sínar og þjónustu. Seðlabankinn hefur ekki gert mikið að því að kaupa krónur en keypti hins vegar fyrir tæpa 1,8 milljarða mars í kringum afléttingu gjaldeyrishafta. Þegar gengið fór að veikjast í síðustu viku, keypti bankinn tæpa 2,5 milljarða af krónum, sem eru mestu einstöku krónukaup bankans frá efnahagshruninu árið 2008. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir hana kalla eftir meiri stöðugleika í gjaldmiðilsmálum. „Þó maður hafi að hluta til skilning á þessu sveiflujöfnunartæki þá auðvitað veltir maður vöngum yfir þessari aðgerð þar sem gengið hefur verið að styrkjast mjög mikið undanfarin misseri. Svo kemur loksins veikingarfasi og þá er brugðist við með inngripum. Ferðaþjónustan eins og aðrar útflutningsatvinnugreinar eru að berjast í bökkum og þess vegna auðvitað veltum við fyrir okkur þessum aðgerðum núna þessa síðustu daga,“ segir Helga. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eðlilegt að gera þá kröfu að Seðlabankinn vinni eftir þekktum leikreglum í gjaldmiðilsmálum. Íslandi sé útflutningsdrifið hagkerfi. Og ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi. Það er ljóst ef útflutningsatvinnuvegirnir standa illa mun það hafa áhrif um allt hagkerfið. Hvað varðar inngrip Seðlabankans er ég þeirrar skoðunar að við eigum fyrst og fremst að kalla eftir gagnsæi. Leikreglurnar þurfa að vera öllum skýrar. Þannig að við vitum eftir hvaða viðmiðum Seðlabankinn er að stunda inngrip sín á gjaldeyrismarkaði,“ segir Halldór Benjamín. Helga segir ferðaþjónustuna óska eftir því að gengisþróunin nái jafnvægi og dregið verði úr sveiflum á genginu. „Þessar svakalegu sveiflur sem við höfum verið að eiga við, sérstaklega útflutningsatvinnugreinarnar núna í þessari miklu styrkingu, eru og hafa verið greinunum mjög erfiðar síðustu misseri.“Gerir áætlanagerðir erfiðar? „Þær eru eiginlega ómögulegar eða ógerlegar, segir Helga Árnadóttir.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira