„Best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 20:30 Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ein helsta ógn sjómanna í dag er ofhleðsla báta en vandamálið hefur farið vaxandi á síðustu árum. Dæmi eru um að sjómenn hafi lent í mikilli hættu eða látist við störf sín þegar of mikill afli er um borð en slíkt hefur áhrif á stjórnhæfni bátanna. Í grein sem fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu ritaði og birti var í gær kemur fram að ofhleðsla skipa og báta hafi lengi verið vandamál á Íslandi. „Þetta hefur verið því miður verið töluvert vandamál og men hafa þurft að horfa upp á marga báta sökkva út af þessu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið þetta að sér og unnið þessi mál mjög vel og við erum að reyna vinna úr því að minnka þetta vandamál. Það eru reglur sem taka á þessu. Það eru fríboðsreglur og stöðugleikareglur fyrir smábáta, sérstaklega þá. Ef men fara eftir þeim þá verður ekkert vandamál úr þessu, segir” Jón Bernódusson fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu. Í grein Jóns kemur fram að á fyrri árum hafi menn munað eftir drekkhlöðnum síldarbátum sem nær eingöngu héldust á floti vegna stýrishússins og sama hafi átt við á loðnuvertíðum þar sem skipin hafi verið þannig hlaðin að stýrishúsið eitt stóð upp úr sjónum. Þetta fyrirbrigði vakti athygli víða um heim og umræðan um ofhleðslu skipa varð margoft á dagskrá Alþjóða Siglingamálastofnunarinnar frá byrjun sjöunda áratugarins. Þetta hefur þó breyst til betri vegar með tilkomu nýrri skipa en vandamálið hefur vaxið í smærri bátum sjófarenda. „Þetta hefur frekar aukist með árunum. Afhverju veit ég ekki en við þurfum bara að taka á þessu og koma í veg fyrir þetta,” segir Jón. Hann segir að sjómenn eigi að vera upplýstir um hvernig hlaða skuli báta og hversu mikið þeir þola. „Já þeir eru upplýstir en kannski ekki nóg og þess vegna erum í átaki að auglýsa og benda mönnum á að koma með skipið rétt hlaðið í land. Ekki ofhlaðið,” segir Jón. Samgöngustofa og verkefnastjórn um öryggi sjófarenda hafa miklar áhyggjur af því að einstaka sjómenn freistist eða slysist til að ofhlaða báta sína og hafa því komið af stað herferð til þess að upplýsa sjómenn um hættuna. Jón segir viðurlög vera til staðar um ofhleðslu báta. „Viðurlögin eru nú kannski ekki nógu skýr en það má herða þau. Ég tel það samt ekkert til þess að vera sækjast sérstaklega eftir heldur eiga men að upplýsa fólk. Menn eiga að sjá það sjálfir að best er að koma að landi á heilu skipi en ekki sokknu,” segir Jón.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira