Samanburður á samfélagsmiðlum hættulegur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2017 20:00 Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Sjá meira
Sextán ára stúlka sem glímdi við átröskun í nokkur ár telur samfélagsmiðla hafa mikil áhrif á sjúkdóminn. Sérfræðingur segir samanburðinn við glansmyndir sem þar birtast hættulegan og telur vanta frekari úrræði fyrir ungmenni með átröskun. Andrea Pétursdóttir steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni við átröskun sem hófst við þrettán ára aldur. Hún rekur upphaf veikindanna til þess að hafa ætlað að borða hollt og komast í gott form. Fyrst var sælgætið tekið út en aðrar matartegundir týndust hægt og rólega úr matarræðinu þar til fátt stóð eftir. „Ef maður fer að grafa eitthvað niður eru þessar hugsanir komnar miklu fyrr. Mér fannst ég alltaf þurfa að breytast til að verða flott," segir Andrea. Hún segir átröskun mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Vandamálið sé að miklu leyti falið. Með tilkomu samfélagsmiðla sé áreitið orðið stöðugt og erfitt sé að komast undan útlitsþrýstingnum þar. „Það hjálpaði mér einna mest að hætta að fylgja öllum sem kveiktu í einhverju hjá mér. Ég tók eftir þessu alls staðar og miklu meira en allir hinir sem voru kannski að sjá það sama. Ég tók þetta svo mikið inn á mig," segir Andrea. Hún hvetur alla þá sem eru í svipaðri stöðu til að leita sér hjálpar og telur að opna þurfi umræðuna. „Mér finnst vanta umræðu um þetta og viðurkenningu á því að þetta sé ekki í lagi. Að stelpur vilji svona ungar breyta líkamanum sínum, haldandi að það veiti þeim betra líf og meira sjálfstraust," segir hún.Fyrirspurnum fjölgað mikið Sérfræðingur segir svipaðan fjölda hafa sótt sér hjálp við átröskun á spítalanum á síðustu árum og er yfirleitt um þriggja mánaða biðlisti eftir meðferð. Þar er tekið við fólki sem er 18 ára og eldra en BUGL annast þá sem yngri eru. Hún segir að fyrirspurnum hafi þó fjölgað mjög mikið undanfarið og þá oft frá þeim sem eru undir 18 ára aldri. Telur hún að auka mætti þjónustu við þann hóp. „Átröskun hefst yfirleitt þegar fólk er frekar ungt og það er best að geta gripið inn í þá," segir Elísabeth Inga Ingimarsdóttir, sérfræðingur í átröskunarteymi LSH. Hún telur að glansmyndir á samfélagsmiðlum hafi slæm áhrif á viðkvæma einstaklinga. „Málið við Instagram er að það verður ýmislegt að normi sem er það alls ekkert," segir hún og vísar til dæmis til svokallaðra „Thigh gaps" mynda sem voru útbreiddar á samféalgsmiðlum fyrir nokkru síðan. Þar voru teknar myndir af bili sem myndast á milli læranna þrátt fyrir að staðið sé jafnfætis. „Þetta er það sem getur verið rosalega erfitt við samfélagsmiðla," segir hún. „Ég hef alveg ráðlagt mínum skjólstæðingum að forðast ákveðna aðila sem eru ekki góðar fyrirmyndir, því miður." Elísabeth heldur úti síðunni Batagöngu en þar geta áhugasamir leitað sér ráðgjafar.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Sjá meira