Segir getu slökkviliðs til að takast á við eldsvoða í háhýsum háða brunavörnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 18:30 Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar. Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar.
Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30