Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins aukin að raungildi um 900 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2017 19:24 Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon. Fjölmiðlar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon.
Fjölmiðlar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira