Getur sagt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 22:00 Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins sem bera ábyrgð á ritstjórnargreinum blaðsins. Vísir/GVA Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær. Fjölmiðlar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ritstjóri Kjarnans er ósáttur við að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi vísað frá kæru hans vegna ásakana í Morgunblaðinu um meint tengsl Kjarnans við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir frávísunina þýða að hann geti fullyrt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala og vísað í „þrálátan orðróm“ því til stuðnings. Forsaga málsins er sú að vísað var til „þráláts orðróms“ um að Kjarninn tengdist kröfuhöfum föllnu bankanna í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. maí. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði við Vísi í síðasta mánuði að hann væri að skoða að leita réttar síns vegna þess sem hann kallaði „atvinnuróg“.Sjá einnig:Ritstjóri Kjarnans sakar Davíð Oddsson um atvinnuróg Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er nafnlaust en Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar blaðsins og bera ábyrgð á ritstjórnarefni þess.Siðanefndin tekur ekki afstöðu til ritstjórnargreinaÍ framhaldinu sendi Þórður Snær kæru til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og vildi vita hvort það væri í lagi að vísa í „þrálátan orðróm“ til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Kæran varðar 3. grein siðareglna BÍ en þar segir: „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að hún telji ritstjórnarskrif utan verksviðs síns. Vísar nefndin til fyrri úrskurða, þess elsta frá árinu 1992. Þar voru ritstjórnarskrif talin falla undir persónlega skoðun eða tjáningu. Taldi siðanefndin að Reykjavíkurbréfið félli undir þá skilgreiningu.Segir siðareglurnar „gagnslausar“Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar Þórður Snær að siðanefndin hafi vísað kærunni frá á þeim forsendum að hún fjalli ekki um innihald ritstjórnargreina. „Þá vitum við það. Það má segja hvað sem er í ritstjórnargreinum og rökstyðja það með vísun í „þrálátan orðróm“, án þess að það brjóti í bága við þessar gagnslausu siðareglur. Ég gæti t.d. sagt að ritstjóri Morgunblaðsins væri með hala, samkvæmt „þrálátum orðrómi“ og það er bara allt í lagi. Prófessorar og stjórnmálamenn sem hafa tileinkað sér sömu umræðuhefð og ritstjórinn geta verið ánægðir með það,“ skrifar Þórður Snær.
Fjölmiðlar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira