Fótbolti

Í beinni: Króatarnir koma í Laugardalinn og mæta strákunum okkar

Jón Hjörtur Emilsson skrifar
Íslenskir stuðningsmenn.
Íslenskir stuðningsmenn. Vísir/Getty
Í kvöld fer fram toppslagur Íslands og Króatíu í I-riðli Evrópuhluta undankeppni HM 2018 en þetta er hálfgerður úrslitaleikur um sigur í riðlinum og þar með sæti á HM í Rússlandi.

Króatar geta stungið af vinni þeir á Laugardalsvellinum í kvöld þetta er því algjör lykilleikur fyrir íslenska landsliðið ætli það sér að komast á Heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári.

Ísland hefur aldrei unnið Króatíu (1 jafntefli, 4 töp) og aðeins skorað eitt mark gegn ellefu í fimm leikjum þjóðanna sem allar hafa verið í undankeppni HM.

O Ísland getur náð Króatíu að stigum á toppi riðilsins með sigri í kvöld.

O Fjórða viðureign þjóðanna á innan við fjórum árum en Ísland hefur aldrei unnið.

O Það er uppselt á leikinn en miðarnir voru fljótir að fara eins á síðustu leiki.

O Sérstakt stuðningsmannasvæði (Fan Zone) opnar í Laugardalnum klukkan 16.45

O Tólfan mætir klukkutíma fyrir leik til að keyra upp stemninguna.

O Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45.

Hér fyrir neðan má fylgjast með aðdraganda leiksins þar sem blaðamenn Vísis fylgjast vel því sem er í gangi í Laugardalnum sem og öðrum fréttum tengdum leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×