Tíska og hönnun

Sjáðu nýju línuna frá Reykjavík Roses

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrirsætan Giannina Antonette.
Fyrirsætan Giannina Antonette. Myndir/Tyler James og Sara Björk Þorsteinsdóttir
Tískufyrirtækið Reykjavík Roses gaf út vorlínu sína um síðustu helgi og var vel tekið á móti flíkunum.

„Þar unnum við með lítið magn af ákveðnum týpum, eða hettupeysur og stuttermabolir. Við vorum með sex týpur af peysum og tvær af stuttermabolum,“ segir Arnar Leó Ágústsson.

Reykjavík Roses var stofnað árið 2014 af Arnari Leó og Sturla Sær Fjeldsted, sem verkefni í Menntaskólanum við Sund sem snérist um að stofna sitt eigið fyrirtæki. Seinna komu til liðs við þá Konráð Logi og svo Hlynur James.

„Um jólin 2016 hönnuðum við og gáfum út okkar fyrsta Collection sem að seldist upp á mettíma.“

Arnar segir að þegar þeir félagar hafi mætt í vinnuna á mánudagsmorgun hafi verið röð fyrir utan verslunina.

Hér að neðan má sjá nýju fatalínu Reykjavík Roses.

Antonette klæðir þetta vel.Tyler James
Fyrirsætan Gabríel Culver.Sara Björk Þorsteinsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×