„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Jóhann K. Jóhannsson og Birgir Olgeirsson skrifa 22. maí 2017 00:03 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“ Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Kísilofn United Silicon var endurræstur í dag með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun. Gerðar hafa verið endurbætur á verksmiðjunni sem eiga að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið. Kísilofn United Silicon var gangsettur þrettánda nóvember á síðasta ári og strax fóru að berast kvartanir um mengun frá verksmiðjunni. Tíu dögum eftir að verksmiðjan var ræst hafði Umhverfisstofnun fengið fjölda tilkynning um reyk frá verksmiðjunni og viðvarandi brunalykt. Í byrjun desember þurfti að slökkva á ljósbogaofni verksmiðjunnar eftir rafmagnsslys, en starfsmaður slasaðist við vinnu við ofninn. Á svipuðum tíma voru farnar að berast fréttir af því að íbúar í Reykjanesbæ hefðu þurft að leita til læknis vegna öndunarfæravandamála. Um miðjan desember var haldinn fjölmennur íbúafundur í bænum og höfðu forsvarsmenn verksmiðjunnar verið sakaðir um að losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli myrkurs. Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru gerðar frekari mælingar á staðnum og í byrjun apríl var enn lyktamengun til staðar. Forsvarsmenn United Silicon reyndu framan af að segja að um byrjunar örðugleika væri að ræða. Það kom svo í ljós að byggingum sem bætt hafði verið við eina lóð kísilversins eftir að skýrsla um umhverfismat hafði verið gerð voru ekki í samræmi við deiliskipulagsbreytingar. Það sló svo botninn úr þegar eldur kom upp í verksmiðjunni 18. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið var slökkt á ofninum og Umhverfisstofnun afturkallaði starfsleyfi verksmiðjunnar. Síðan þá hafa norskir sérfræðingar frá ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult tekið starfsemina út og í dag samþykkti Umhverfisstofnun að ljósbogaofninn skyldi endurræstur svo norsku sérfræðingarnir geti gert prófanir með ofninn í vinnslu. Búist er við því að það geti tekið allt að þremur vikum að ofninn nái fullum og stöðugum afköstum. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vonast sé til að þessar úrbætur muni draga úr lyktamengun frá verksmiðjunni og að það verði að koma í ljós hvað setur. Umhverfisstofnun verður með eftirlit með starfsemi á svæðinu og mælingar á hverjum degi. Stjórnarmaður íbúasamtaka gegn stóriðju í Helguvík, Þórólfur Júlían Dagsson, sagði við kvöldfréttir Stöðvar 2, að samtökin treysti ekki Umhverfisstofnun. „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki. Þetta er ólíðandi.“
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira