Þvættingur að fjármálaáætlunin nái ekki í gegnum þingið Snærós Sindradóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálfstæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun fjármálaráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábendingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við einstaka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða einstaka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarðanir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkisstjórnin verður að vita hvaða afleiðingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Haraldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar segir einhug um ríkisfjármálaáætlun hjá meirihluta fjárlaganefndar. Ekki komi annað til greina en að Sjálfstæðismenn samþykki áætlunina. Í Morgunblaðinu í gær var fullyrt að Sjálfstæðismenn myndu ekki samþykkja ríkisfjármálaáætlun fjármálaráðherra. „Það að ekki sé stuðningur við fjármálaáætlun er þvættingur,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun var til umræðu á Alþingi í gær og kemur væntanlega til atkvæðagreiðslu síðar í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Afnám undanþágu ferðaþjónustu frá virðisaukaskatti hefur farið öfugt ofan í suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haraldur segir það engin áhrif hafa á fjármálaáætlunina „Við gerum engar breytingar á textanum en komum með ábendingar um hvað ríkisstjórninni beri að endurskoða og breyta. En við erum ekki með breytingartillögur við einstaka ramma eða málefnasvið, aðeins ábendingar um að ríkisstjórnin skuli við undirbúning fjárlaga skoða einstaka liði. Við sviptum ríkisstjórnina engum tekjum heldur leyfum henni að fá svigrúm.“ Ríkisfjármálaáætlun er í raun drög að fjárlögum næstu fimm ára. Eftir sem áður þarf að taka stórar ákvarðanir við samþykkt fjárlaga næsta haust. „Á þessum tíma eru ekki komnir fram allir tekjupóstar eins og þeir munu standa þegar fjárlög verða afgreidd. Við erum ekki að slá af virðisaukaskattsbreytingar en ríkisstjórnin verður að vita hvaða afleiðingar breytingar kunna að hafa. En þau mál koma öll fyrir þingið í haust og þá taka menn afstöðu,“ segir Haraldur. „Ég á ekki von á því að neinn verði á gulum takka eða eitthvað slíkt. Því til viðbótar get ég sagt að það hefur enginn flaggað neinum fyrirvara við afgreiðslu á fjármálaáætluninni sem slíkri.“ Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segist engar áhyggjur hafa af afdrifum ríkisfjármálaáætlunar á þinginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira