Áskorunin er einn af föstu liðunum í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Bjarna Guðjónssonar.
Áskorunin er komin með styrktaraðila en hún heitir hér eftir Vodafone-áskorunin.
Í Áskoruninni reyna leikmenn Pepsi-deildarinnar að líkja eftir frægu marki Arnórs Guðjohensen fyrir Val gegn Þrótti sem hann skoraði á Laugardalsvellinum árið 1998.
Valsmaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen, barnabarn Arnórs, Grindvíkingurinn Alexander Veigar Þórarinsson og Fjölnismaðurinn Ægir Jarl Jónasson hafa þegar tekið Áskoruninni.
Í þætti gærkvöldsins var svo komið að Stjörnumanninum Hólmbert Aroni Friðjónssyni sem var fimm ára gamall þegar Arnór skoraði markið fræga.
Í spilaranum hér að ofan má sjá hvernig Hólmbert tókst upp í Áskoruninni.
Teigurinn: Hólmbert Aron í Áskoruninni
Tengdar fréttir

Teigurinn: Hvernig gekk Valsmönnum í Hornspyrnukeppninni?
Annar þátturinn af Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Bjarna Guðjónssonar, var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi.

Teigurinn: Ægir Jarl úti á þekju í Áskoruninni
Áskorunin er einn af föstu liðunum í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Bjarna Guðjónssonar.

Teigurinn: Alexander Veigar tók Áskoruninni
Annar þátturinn af Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Bjarna Guðjónssonar, var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi.