Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. Visir/Eyþór Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“ Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira