Segir stofnun Framfarafélagsins merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins Nadine Guðrún Yaghi og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 28. maí 2017 19:57 Stjórnmálafræðingur segir stofnun Framfarafélagsins vera enn eitt merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins. Með stofnun félagsins opnist margar leiðir fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra er formaður Framfarafélagsins en hann sagði í ræðu sinni í gær á fyrsta fundi félagsins að það eigi að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið stendur frammi fyrir. Sigmundur sagði að allir flokkar ættu að geta nýtt sér starf félagsins. Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund félagsins en þangað mættu mótherjar Sigmundar Davíðs úr Framsóknarflokknum ekki. Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, segir margar leiðir opnast fyrir Sigmund Davíð með stofnun félagsins.Þetta gæti verið ansi klókur leikur hjá honum og ég er ekki sú fyrsta sem segir það. Hann er bæði að sýna hver hans staða er í dag og jafnframt er hann að búa til umræðuvettvang og mögulega vettvang sem gæti orðið einhverskonar stjórnmálaflokkur í framtíðinni. Þannig sé stofnun félagsins mögulega vettvangur fyrir sérframboð Sigmundar í framtíðinni. „Átökin innan Framsóknarflokksins hefur ekkert að gera með málefnin heldur fyrst og fremst persónur og leikendur eða hver á að leiða flokkinn. Þannig maður veit svo sem ekki ef að þetta verður mögulega framboð einhverntímann í framtíðinni hversu frábrugðið það yrði til dæmis Framsóknarflokknum.“Helduru að þetta nýja félag eigi eftir að koma til með að veikja eða styrkja stöðu Framsóknarflokksins?„Ég held að þetta nýja félag sé bara mögulega enn eitt merkið um átökin sem eru innan flokksins. Staðan er frekar veik eins og er og þetta er klárlega ekki til að styrkja stöðu Framsóknarflokksins sem heildstæð flokks sem kemur fram sameinaður en við eigum eftir að sjá hvernig þetta spilast út.“ Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir stofnun Framfarafélagsins vera enn eitt merki um slæma stöðu Framsóknarflokksins. Með stofnun félagsins opnist margar leiðir fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra er formaður Framfarafélagsins en hann sagði í ræðu sinni í gær á fyrsta fundi félagsins að það eigi að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið stendur frammi fyrir. Sigmundur sagði að allir flokkar ættu að geta nýtt sér starf félagsins. Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund félagsins en þangað mættu mótherjar Sigmundar Davíðs úr Framsóknarflokknum ekki. Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, segir margar leiðir opnast fyrir Sigmund Davíð með stofnun félagsins.Þetta gæti verið ansi klókur leikur hjá honum og ég er ekki sú fyrsta sem segir það. Hann er bæði að sýna hver hans staða er í dag og jafnframt er hann að búa til umræðuvettvang og mögulega vettvang sem gæti orðið einhverskonar stjórnmálaflokkur í framtíðinni. Þannig sé stofnun félagsins mögulega vettvangur fyrir sérframboð Sigmundar í framtíðinni. „Átökin innan Framsóknarflokksins hefur ekkert að gera með málefnin heldur fyrst og fremst persónur og leikendur eða hver á að leiða flokkinn. Þannig maður veit svo sem ekki ef að þetta verður mögulega framboð einhverntímann í framtíðinni hversu frábrugðið það yrði til dæmis Framsóknarflokknum.“Helduru að þetta nýja félag eigi eftir að koma til með að veikja eða styrkja stöðu Framsóknarflokksins?„Ég held að þetta nýja félag sé bara mögulega enn eitt merkið um átökin sem eru innan flokksins. Staðan er frekar veik eins og er og þetta er klárlega ekki til að styrkja stöðu Framsóknarflokksins sem heildstæð flokks sem kemur fram sameinaður en við eigum eftir að sjá hvernig þetta spilast út.“
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira