Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:13 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, í umræðunum í kvöld. vísir/stefán Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Þá sagði hann andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum dæmi um „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ og nefndi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sérstaklega. „Við horfum þessa dagana á ákveðna umbyltingu í íslenskri verslun. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlent stórfyrirtæki opnaði nýlega verslun í Garðabæ og annað er á leiðinni hingað til lands. Hér á ég við Costco og H&M. Jafnvel að þótt heyrist gagnrýnisraddir hér úr þinginu og annars staðar í samfélaginu, þá er það engum vafa undirorpið að aukin samkeppni á smásölumarkaði ætti að verða íslenskum neytendum veruleg kjarabót. Og því ber að fagna og undrast um leið þau forpokuðu sjónarmið sem frá gagnrýnendum koma,“ sagði ráðherrann og bætti við að það væri engin tilviljun að fyrirtækin horfðu nú til Íslands og hæfu hér starfsemi.Niðurfelling tolla og vörugjalda hafi haft úrslitaáhrif á komu Costco og H&M „Það er engin tilviljun að þessi fyrirtæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starfsemi. Hér hefur niðurfelling tolla og vörugjalda sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir, og var reyndar gagnrýnd hér á Alþingi af þáverandi minnihluta, haft úrslitaáhrif.“ Jón tók síðan annað dæmi um hina furðulegu skammsýni og hið pólitíska trúarofstæki og ræddi þá einkareksturinn. „Annað dæmi um furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki er andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum þar sem ríkið hefur verið ráðandi. Þetta á til að mynda við um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði. Hvaða vit er til dæmis í því að senda fólk til útlanda í liðsskiptaaðgerðir, á einkasjúkrahúsum svo því sé haldið til haga, með ærnum tilkostnaði, þegar hægt er að gera sömu aðgerðir ódýrar hér á landi?“ sagði Jón. Hann beindi því síðan til þingmanna að gæta að virðingu þingsins en undanfarin ár hafa kannanir ítrekað sýnt að almenningur ber litla virðingu og lítið traust til Alþingis. „Það er mikið rætt um að auka þurfi virðingu Alþingis. Og ekki er vanþörf á. Góð byrjun væri held ég að þingmenn temdu sér að gæta hófs og samkvæmni í málflutningi. Það er borin von að þingið nái að endurvinna traust á meðan talað er út og suður í sumum málum. Sem dæmi um það kemur það fram í einu virtasta tímariti í heimi á vettvangi heilbrigðismála og segir að í samanburði á tilteknum mælikvarða sé íslenskt heilbrigðiskerfi í 2. sæti í heiminum. Gefur þetta ekki tilefni til að staldra við í umræðum um stöðu heilbrigðismála á Íslandi? Ef marka má umræður ýmissa um heilbrigðismál mætti ætla að hér væri allt í kaldakoli. Það er tímabært að við hættum að tala okkur niður þó að við vitum að við eigum óleyst verkefni á ýmsum sviðum.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Þá sagði hann andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum dæmi um „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ og nefndi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sérstaklega. „Við horfum þessa dagana á ákveðna umbyltingu í íslenskri verslun. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlent stórfyrirtæki opnaði nýlega verslun í Garðabæ og annað er á leiðinni hingað til lands. Hér á ég við Costco og H&M. Jafnvel að þótt heyrist gagnrýnisraddir hér úr þinginu og annars staðar í samfélaginu, þá er það engum vafa undirorpið að aukin samkeppni á smásölumarkaði ætti að verða íslenskum neytendum veruleg kjarabót. Og því ber að fagna og undrast um leið þau forpokuðu sjónarmið sem frá gagnrýnendum koma,“ sagði ráðherrann og bætti við að það væri engin tilviljun að fyrirtækin horfðu nú til Íslands og hæfu hér starfsemi.Niðurfelling tolla og vörugjalda hafi haft úrslitaáhrif á komu Costco og H&M „Það er engin tilviljun að þessi fyrirtæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starfsemi. Hér hefur niðurfelling tolla og vörugjalda sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir, og var reyndar gagnrýnd hér á Alþingi af þáverandi minnihluta, haft úrslitaáhrif.“ Jón tók síðan annað dæmi um hina furðulegu skammsýni og hið pólitíska trúarofstæki og ræddi þá einkareksturinn. „Annað dæmi um furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki er andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum þar sem ríkið hefur verið ráðandi. Þetta á til að mynda við um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði. Hvaða vit er til dæmis í því að senda fólk til útlanda í liðsskiptaaðgerðir, á einkasjúkrahúsum svo því sé haldið til haga, með ærnum tilkostnaði, þegar hægt er að gera sömu aðgerðir ódýrar hér á landi?“ sagði Jón. Hann beindi því síðan til þingmanna að gæta að virðingu þingsins en undanfarin ár hafa kannanir ítrekað sýnt að almenningur ber litla virðingu og lítið traust til Alþingis. „Það er mikið rætt um að auka þurfi virðingu Alþingis. Og ekki er vanþörf á. Góð byrjun væri held ég að þingmenn temdu sér að gæta hófs og samkvæmni í málflutningi. Það er borin von að þingið nái að endurvinna traust á meðan talað er út og suður í sumum málum. Sem dæmi um það kemur það fram í einu virtasta tímariti í heimi á vettvangi heilbrigðismála og segir að í samanburði á tilteknum mælikvarða sé íslenskt heilbrigðiskerfi í 2. sæti í heiminum. Gefur þetta ekki tilefni til að staldra við í umræðum um stöðu heilbrigðismála á Íslandi? Ef marka má umræður ýmissa um heilbrigðismál mætti ætla að hér væri allt í kaldakoli. Það er tímabært að við hættum að tala okkur niður þó að við vitum að við eigum óleyst verkefni á ýmsum sviðum.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58