Sjálflærður og búinn að "meika það“ Guðný Hrönn skrifar 12. maí 2017 13:00 Beyoncé skartaði þessu einstaka höfuðskrauti á Grammy-hátíðinni í byrjun árs. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé. Tíska og hönnun Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé.
Tíska og hönnun Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira