Einkareknir fjölmiðlar í mun verri stöðu en áður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2017 06:00 Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. vísir/ernir Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55
Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00