Fimmtán hundruð króna komugjald hefði skilað 6 milljörðum í ríkissjóð Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2017 15:17 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Eyþór Miðað við fjölda flugfarþega árið 2015 hefðu tekjur af 1.500 króna komugjaldi numið um 2.568 milljónum króna og Íslendingar hefðu greitt um 26 prósent af gjaldinu, eða 675 milljónir króna. Komugjald hefði numið 3.456 milljónum króna árið 2016 og þar af 23 prósent verið greidd af Íslendingum, eða 804 milljónir króna. Miðað við áætlanir Isavia um farþegafjölda yfirstandandi árs yrðu tekjur af komugjaldi um 4.206 milljónir króna og 20 prósent greidd af Íslendingum, eða 845 milljónir króna.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við svari Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar um komugjald flugfarþega. Þar er spurt hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu orðið ef komugjald að upphæð 1.500 krónum hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 til 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Þá var einnig spurt hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef komugjald að upphæð 1.500 krónum yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Við áætlun tekna af komugjaldi á flugfarþega var stuðst við gögn Ferðamálastofu um brottfarir farþega um Keflavíkurflugvöll. Niðurstöðuna er að finna í eftirfarandi töflu þar sem fram koma áætlaðar tekjur ríkissjóðs af 1.500 króna komugjaldi á hvern flugfarþega við komu til Íslands fyrir árin 2015–2017 og skiptingu þess milli íslenskra greiðenda og erlendra. Fjárhæðir eiga aðeins við um millilandaflug til landsins og eru í milljónum króna.Þá var spurt hvort það þurfi að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi, ef innheimta á komugjald af farþegum sem koma hingað til lands. Í svari fjármálaráðherra kemur fram möguleikar löggjafans til að leggja mismunandi komugjald á farþega í millilandaflugi og innanlandsflugi sæti verulegum takmörkunum vegna ákvæða í EES-samningnum, Chicago-sáttmálanum og samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Miðað við fjölda flugfarþega árið 2015 hefðu tekjur af 1.500 króna komugjaldi numið um 2.568 milljónum króna og Íslendingar hefðu greitt um 26 prósent af gjaldinu, eða 675 milljónir króna. Komugjald hefði numið 3.456 milljónum króna árið 2016 og þar af 23 prósent verið greidd af Íslendingum, eða 804 milljónir króna. Miðað við áætlanir Isavia um farþegafjölda yfirstandandi árs yrðu tekjur af komugjaldi um 4.206 milljónir króna og 20 prósent greidd af Íslendingum, eða 845 milljónir króna.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við svari Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar um komugjald flugfarþega. Þar er spurt hverjar tekjur ríkissjóðs hefðu orðið ef komugjald að upphæð 1.500 krónum hefði verið innheimt af hverjum flugfarþega sem kom til landsins á árunum 2015 til 2016 og hver hefði skiptingin orðið á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Þá var einnig spurt hverjar tekjur ríkissjóðs yrðu ef komugjald að upphæð 1.500 krónum yrði innheimt af hverjum flugfarþega sem kæmi hingað til lands árið 2017, miðað við áætlanir um fjölda flugfarþega og hver yrði þá skiptingin á milli íslenskra greiðenda og erlendra. Við áætlun tekna af komugjaldi á flugfarþega var stuðst við gögn Ferðamálastofu um brottfarir farþega um Keflavíkurflugvöll. Niðurstöðuna er að finna í eftirfarandi töflu þar sem fram koma áætlaðar tekjur ríkissjóðs af 1.500 króna komugjaldi á hvern flugfarþega við komu til Íslands fyrir árin 2015–2017 og skiptingu þess milli íslenskra greiðenda og erlendra. Fjárhæðir eiga aðeins við um millilandaflug til landsins og eru í milljónum króna.Þá var spurt hvort það þurfi að innheimta sambærilegt gjald af farþegum í innanlandsflugi, ef innheimta á komugjald af farþegum sem koma hingað til lands. Í svari fjármálaráðherra kemur fram möguleikar löggjafans til að leggja mismunandi komugjald á farþega í millilandaflugi og innanlandsflugi sæti verulegum takmörkunum vegna ákvæða í EES-samningnum, Chicago-sáttmálanum og samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira