Viðskipti erlent

Picasso seldist á tæpa fimm milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verkið Femme Assise, Robe Bleu seldist í New York á mánudagskvöld.
Verkið Femme Assise, Robe Bleu seldist í New York á mánudagskvöld. Vísir/AFP
Verk Pablo Picasso Femme Assise, Robe Bleu seldist á uppboði í New York á mánudaginn. Söluverðið nam 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,6 milljarða króna.

Fyrirsæta myndarinnar var Dora Maar, ein af ástkonum Picasso og hefur verkið oft skipt höndum frá því að nasistar eignuðu sér það í seinni heimsstyrjöld.

City AM greinir frá því að síðast þegar verkið var til sölu árið 2011 seldist það fyrir 18 milljónir dollara og hefur því ríflega tvöfaldast í verði síðan þá. Þetta kemst þó ekki nálægt því að vera dýrasta verk Picasso því árið 2015 seldist Konurnar í Alsír fyrir 179 milljón dollara. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×