Fær ekki bætur vegna árásar á Litla-Hrauni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. maí 2017 19:52 Fanginn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna árásarinnar, en hann á talsverðan sakaferil að baki. vísir/anton Íslenska ríkið var í síðustu viku sýknað af tæplega 800 þúsund króna skaðabótakröfu manns sem varð fyrir árás af hálfu annars fanga á Litla-Hrauni árið 2011. Maðurinn, sem fyrir árásinni varð, sagðist ekki hafa fengið þá vernd sem hann átti rétt á innan veggja fangelsisins - sem dómurinn var ósammála. Atvikið átti sér stað þegar maðurinn, sem var refsifangi á Litla-Hrauni, var sofandi í fangaklefa sínum í maí 2011, skömmu eftir að fangavörður hafði aflæst dyrunum að klefa hans. Hinn fanginn fór þá inn í klefann og sló manninn í andlitið, en hann varí framhaldinu dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna árásarinnar. Ríkið benti á að venju samkvæmt séu fangaklefar opnaðir klukkan átta að morgni, eftir að hafa verið læstir að næturlagi. Hinn fanginn hafi ekki orðið uppvís að ofbeldi eða hótunum og því hafi fangaverðir ekki haft ástæðu til að ætla að hann myndi ráðast að manninum eða öðrum. Þá sé óheimilt að hafa eftirlitsmyndavélar inni í fangaklefum. Fangar megi sömuleiðis fara á milli klefa og leggi þeir mikið upp úr því að halda heimildum til þess. Fangaverðir bregðist hins vegar strax við verði þeir varir við átök. Jafnframt var bent á að maðurinn hafi ekki gert kröfur um bætur þegar hinn fanginn var ákærður fyrir árásina. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi fangaverði hafa í umrætt sinn fylgt öryggisreglum og hafnaði því að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt vegna málsins. Allur málskostnaður, þar á meðal þóknun lögmannsins, greiðist úr ríkissjóði. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Íslenska ríkið var í síðustu viku sýknað af tæplega 800 þúsund króna skaðabótakröfu manns sem varð fyrir árás af hálfu annars fanga á Litla-Hrauni árið 2011. Maðurinn, sem fyrir árásinni varð, sagðist ekki hafa fengið þá vernd sem hann átti rétt á innan veggja fangelsisins - sem dómurinn var ósammála. Atvikið átti sér stað þegar maðurinn, sem var refsifangi á Litla-Hrauni, var sofandi í fangaklefa sínum í maí 2011, skömmu eftir að fangavörður hafði aflæst dyrunum að klefa hans. Hinn fanginn fór þá inn í klefann og sló manninn í andlitið, en hann varí framhaldinu dæmdur í þriggja mánaða fangelsi vegna árásarinnar. Ríkið benti á að venju samkvæmt séu fangaklefar opnaðir klukkan átta að morgni, eftir að hafa verið læstir að næturlagi. Hinn fanginn hafi ekki orðið uppvís að ofbeldi eða hótunum og því hafi fangaverðir ekki haft ástæðu til að ætla að hann myndi ráðast að manninum eða öðrum. Þá sé óheimilt að hafa eftirlitsmyndavélar inni í fangaklefum. Fangar megi sömuleiðis fara á milli klefa og leggi þeir mikið upp úr því að halda heimildum til þess. Fangaverðir bregðist hins vegar strax við verði þeir varir við átök. Jafnframt var bent á að maðurinn hafi ekki gert kröfur um bætur þegar hinn fanginn var ákærður fyrir árásina. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi fangaverði hafa í umrætt sinn fylgt öryggisreglum og hafnaði því að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt vegna málsins. Allur málskostnaður, þar á meðal þóknun lögmannsins, greiðist úr ríkissjóði.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira