Ný eign föður Bjarna í hundraða milljóna viðskiptum við ríkið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. vísir/ernir Virði samninga milli ISS á Íslandi og íslenska ríkisins nema minnst 209 milljónum króna. ISS er að meirihluta í eigu félaga Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, og Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Fréttablaðsins um samninga milli ISS og ríkisins kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars orðið hlutskarpast í útboði um þrif á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði Tollstjóra. Fyrir það fær ISS rúmar 209 milljónir króna á samningstímanum.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMSvar Ríkiskaupa nær aftur til maí 2015 en þá tók fyrirtækið upp nýtt verkefnastjórnunarkerfi. Fleiri samningar eru í gildi en þeir sem taldir eru upp hér að framan en til þeirra var stofnað í tíð eldra kerfis. Má þar meðal annars nefna samning um þrif ISS í sex ráðuneytum frá því í febrúar 2015. Þá er mögulegt að fyrirtækið hafi gert samninga við stofnanir sem ekki voru boðnir út. Upphæð gildra samninga er því hærri en 209 milljónir. ISS sérhæfir sig í ræstingum og rekstri mötuneyta og er langstærsti aðili markaðarins hér á landi. Velta félagsins er rúmlega þreföld velta næststærsta ræstingafyrirtækis landsins. Þá var eigið fé þess í árslok 2015 nærri tveir milljarðar króna. Um miðjan síðasta mánuð féllst Samkeppniseftirlitið á yfirtöku nýrra eigenda á ISS. Þar eru á ferð félög í eigu Sveinssonanna Benedikts og Einars. Í gegnum þau eiga þeir nú 2/3 hluta í fyrirtækinu. Fallist var á yfirtökuna athugasemdalaust. „Almennt er það þannig að stjórnmálamenn þurfa að passa sig að lenda ekki í þeirri að stöðu að hagsmunir þeirra eða nákominna séu líklegir til að minnka trúverðugleika þeirra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég tel að það sé æskilegt að þetta sé rætt en fyrst og fremst að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir forsætisráðherra.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Virði samninga milli ISS á Íslandi og íslenska ríkisins nema minnst 209 milljónum króna. ISS er að meirihluta í eigu félaga Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, og Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Fréttablaðsins um samninga milli ISS og ríkisins kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars orðið hlutskarpast í útboði um þrif á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði Tollstjóra. Fyrir það fær ISS rúmar 209 milljónir króna á samningstímanum.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMSvar Ríkiskaupa nær aftur til maí 2015 en þá tók fyrirtækið upp nýtt verkefnastjórnunarkerfi. Fleiri samningar eru í gildi en þeir sem taldir eru upp hér að framan en til þeirra var stofnað í tíð eldra kerfis. Má þar meðal annars nefna samning um þrif ISS í sex ráðuneytum frá því í febrúar 2015. Þá er mögulegt að fyrirtækið hafi gert samninga við stofnanir sem ekki voru boðnir út. Upphæð gildra samninga er því hærri en 209 milljónir. ISS sérhæfir sig í ræstingum og rekstri mötuneyta og er langstærsti aðili markaðarins hér á landi. Velta félagsins er rúmlega þreföld velta næststærsta ræstingafyrirtækis landsins. Þá var eigið fé þess í árslok 2015 nærri tveir milljarðar króna. Um miðjan síðasta mánuð féllst Samkeppniseftirlitið á yfirtöku nýrra eigenda á ISS. Þar eru á ferð félög í eigu Sveinssonanna Benedikts og Einars. Í gegnum þau eiga þeir nú 2/3 hluta í fyrirtækinu. Fallist var á yfirtökuna athugasemdalaust. „Almennt er það þannig að stjórnmálamenn þurfa að passa sig að lenda ekki í þeirri að stöðu að hagsmunir þeirra eða nákominna séu líklegir til að minnka trúverðugleika þeirra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég tel að það sé æskilegt að þetta sé rætt en fyrst og fremst að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir forsætisráðherra.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira