Vel hægt að ferðast ódýrt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. maí 2017 10:00 Fanney Sizemore myndskreytir og leikmunavörður segir góðan undirbúning lykilinn að ódýrri ferð. Fanney Sizemore Fanney Sizemore eyðir hverri aukakrónu í ferðalög til útlanda. Undirbúningur sé lykillinn að ódýrri ferð. „Ég er með algjöra ferðabakteríu og ligg yfir Dohop og skoða ódýr flug frá Íslandi. Ég tók þá ákvörðun að leyfa mér ekki mikið hérna heima og eyða aukakrónunum frekar í ferðalög,“ segir Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður hjá Borgarleikhúsinu.Eilean Donan CastleFanney Sizemore„Það er tiltölulega ódýrt að ferðast í augnablikinu, sérstaklega ef maður gerir sér far um að leita að ódýrum flugferðum og gista á hosteli eða ódýrum hótelum. Ég fór í vikuferð til Skotlands um páskana: flug, gisting í sjö nætur á hosteli og þriggja daga ferð um hálendið kostaði mig samtals 50 þúsund krónur! Ég nota yfirleitt Booking til þess að leita að gistingu,“ segir Fanney. Hún undirbúi ferðirnar vel og haldi vali á áfangastað opnu.Dean Village„Mér er tiltölulega sama hvert ég fer, á eftir að sjá svo marga staði. Ég byrja oft á að fljúga til borgar og er þar í tvo til fjóra daga en finn síðan falleg þorp eða fer út í náttúruna,“ segir Fanney. Hún hafi litla þolinmæði í afslöppun. „Það er eins og ég sé með koffín í æð þegar ég fer til útlanda, geng út um allt, skoða og fræðist eins mikið og ég get. Enda er fólk hissa á því hvað ég næ að gera mikið. En það er hægt að gera svo margt þegar maður hangir ekki á barnum, á ströndinni eða í verslunum,“ segir hún sposk.Isle of Skye„Ég leggst yfirleitt í rannsóknarvinnu á netinu áður. Skoða ferðablogg og gúgla áhugaverða staði og hvernig best og ódýrast er að komast þangað. Merki svo inn á kort í Google maps allt sem mig langar til þess að gera. Ég er meira að segja með nokkur merkt kort af stöðum sem sem mig langar að skoða í framtíðinni,“ segir Fanney. Hún ferðast yfirleitt ein og líkar það vel.Edinborg„Það verður svo mikið úr tímanum þegar ekki þarf að taka tillit til neins annars. Ég gisti oft á hostelum og þar kynnist maður fólki. Einnig leita ég oft uppi lindy hop danskvöld hvert sem ég fer og það er góð leið til þess að hitta fólk. Ég var ein í Edinborg en ákvað að panta mér skipulagða hópferð með Macbackpackers um skosku hálöndin í þrjá daga. Fannst það hagkvæmasta leiðin þar sem mig langaði að skoða svo margt og treysti mér ekki til þess að keyra á vinstri vegarhelmingi. Þetta var alveg frábær ferð og ég lærði mikið um skoska menningu og sögu. Hópurinn kom við á Culloden-vígvellinum, þar sem síðasta orrusta Englendinga og Jakobíta var háð, stoppaði við Loch Ness, en ekki sást þó til Nessie. Við ferðuðumst um Isle of Skye og fórum í tvær litlar fjallgöngur meðal annars upp að Old Man of Storr. Uppáhaldið mitt var líklega Glen Coe dalurinn.“Fanney í Glen Coe dalnumFerðastu mikið innanlands? „Ég vildi að ég gæti það en það er dýrt. Ég er ekki á bíl og það er ódýrara fyrir mig að finna flug og eyða viku í útlöndum heldur en að ferðast með strætó eða rútu um Ísland og borða hér í viku. Hvað þá ef ég ætlaði að kaupa gistingu. Ég er að fara til Hull á lindy hop festival og fékk flug fram og til baka til London á 10 þúsund krónur. Það er ódýrara en strætó eða ódýrasta flugið frá Reykjavík til Egilsstaða.“ Ferðalög Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Fanney Sizemore eyðir hverri aukakrónu í ferðalög til útlanda. Undirbúningur sé lykillinn að ódýrri ferð. „Ég er með algjöra ferðabakteríu og ligg yfir Dohop og skoða ódýr flug frá Íslandi. Ég tók þá ákvörðun að leyfa mér ekki mikið hérna heima og eyða aukakrónunum frekar í ferðalög,“ segir Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður hjá Borgarleikhúsinu.Eilean Donan CastleFanney Sizemore„Það er tiltölulega ódýrt að ferðast í augnablikinu, sérstaklega ef maður gerir sér far um að leita að ódýrum flugferðum og gista á hosteli eða ódýrum hótelum. Ég fór í vikuferð til Skotlands um páskana: flug, gisting í sjö nætur á hosteli og þriggja daga ferð um hálendið kostaði mig samtals 50 þúsund krónur! Ég nota yfirleitt Booking til þess að leita að gistingu,“ segir Fanney. Hún undirbúi ferðirnar vel og haldi vali á áfangastað opnu.Dean Village„Mér er tiltölulega sama hvert ég fer, á eftir að sjá svo marga staði. Ég byrja oft á að fljúga til borgar og er þar í tvo til fjóra daga en finn síðan falleg þorp eða fer út í náttúruna,“ segir Fanney. Hún hafi litla þolinmæði í afslöppun. „Það er eins og ég sé með koffín í æð þegar ég fer til útlanda, geng út um allt, skoða og fræðist eins mikið og ég get. Enda er fólk hissa á því hvað ég næ að gera mikið. En það er hægt að gera svo margt þegar maður hangir ekki á barnum, á ströndinni eða í verslunum,“ segir hún sposk.Isle of Skye„Ég leggst yfirleitt í rannsóknarvinnu á netinu áður. Skoða ferðablogg og gúgla áhugaverða staði og hvernig best og ódýrast er að komast þangað. Merki svo inn á kort í Google maps allt sem mig langar til þess að gera. Ég er meira að segja með nokkur merkt kort af stöðum sem sem mig langar að skoða í framtíðinni,“ segir Fanney. Hún ferðast yfirleitt ein og líkar það vel.Edinborg„Það verður svo mikið úr tímanum þegar ekki þarf að taka tillit til neins annars. Ég gisti oft á hostelum og þar kynnist maður fólki. Einnig leita ég oft uppi lindy hop danskvöld hvert sem ég fer og það er góð leið til þess að hitta fólk. Ég var ein í Edinborg en ákvað að panta mér skipulagða hópferð með Macbackpackers um skosku hálöndin í þrjá daga. Fannst það hagkvæmasta leiðin þar sem mig langaði að skoða svo margt og treysti mér ekki til þess að keyra á vinstri vegarhelmingi. Þetta var alveg frábær ferð og ég lærði mikið um skoska menningu og sögu. Hópurinn kom við á Culloden-vígvellinum, þar sem síðasta orrusta Englendinga og Jakobíta var háð, stoppaði við Loch Ness, en ekki sást þó til Nessie. Við ferðuðumst um Isle of Skye og fórum í tvær litlar fjallgöngur meðal annars upp að Old Man of Storr. Uppáhaldið mitt var líklega Glen Coe dalurinn.“Fanney í Glen Coe dalnumFerðastu mikið innanlands? „Ég vildi að ég gæti það en það er dýrt. Ég er ekki á bíl og það er ódýrara fyrir mig að finna flug og eyða viku í útlöndum heldur en að ferðast með strætó eða rútu um Ísland og borða hér í viku. Hvað þá ef ég ætlaði að kaupa gistingu. Ég er að fara til Hull á lindy hop festival og fékk flug fram og til baka til London á 10 þúsund krónur. Það er ódýrara en strætó eða ódýrasta flugið frá Reykjavík til Egilsstaða.“
Ferðalög Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira