Græn og glæsileg í íslenskri hönnun á rauða dreglinum Benedikt Bóas skrifar 8. maí 2017 14:15 Svala var flott í Another Creation. Svala Björgvinsdóttir geislaði í Kænugarði í gær í grænum silkisamfestingi eftir Ýri Þrastardóttur. Svala hafði samband við Ýri eftir RFF. „Ég er í fötum eftir Ýri Þrastardóttur sem er íslenskur hönnuður og hún er með merki sem heitir Another Creation,“ sagði Svala, sem svo sannarlega geislaði á rauða dreglinum fyrir utan Mariyinsky-höllina í Kænugarði í gær. Svala gekk alls 250 metra eftir öllum rauða dreglinum og sjarmeraði blaðamenn upp úr skónum í fallegum grænum silkisamfestingi úr smiðju Ýrar. „Þetta er í raun samfestingur með pilsi sem er hægt að taka af ef ég vil aðeins tjútta. Ég er því fín, og í stuðfötum,“ segir hún. Aldrei áður hefur verið svo langur rauður dregill í sögu Eurovision og lögðu Úkraínumenn allt undir til að stjörnurnar myndu líta sem best út og fá það sviðsljós sem þær áttu skilið. Yfir þúsund blaðamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar voru fyrir utan höllina og þurfti að fara í gegn um gríðarlega öryggisgæslu til að komast inn á svæðið. Svala keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision á þriðjudagskvöldið og stígur hún á sviðið 13. í röðinni. Í kvöld fer fram svokallað dómararennsli og þá gefa dómararnir sín atkvæði en þeirra vægi er fimmtíu prósent á við almenning í Evrópu. Svala virkaði róleg og einbeitt á rauða dreglinum í gær og ætlar hún sér greinilega stóra hluti í keppninni. „Þetta er lengsti rauði dregill sem ég hef farið á, hann er rosalega langur,“ segir Svala sem er að reyna að spara og hvíla röddina fyrir kvöldið í kvöld. Svala passar fullkomlega inn í konseptið„Mér finnst náttúrulega bara frábært og rosalega gaman að sjá Svölu í fötum eftir mig,“ segir Ýr Þrastardóttir, en hún er konan á bakvið Another Creation. Svala hafði samband við Ýri eftir sýningu hennar á Reykjavik Fashion Festival. „Þetta var hannað fyrir RFF, og er úr nýjustu línunni frá Another Creation, en ég reyndar lagaði dressið að Svölu,“ segir Ýr. Svala hefur nokkrum sinnum komið fram í hönnun Ýrar. „Hún passar fullkomlega inn í konseptið hjá mér!“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir geislaði í Kænugarði í gær í grænum silkisamfestingi eftir Ýri Þrastardóttur. Svala hafði samband við Ýri eftir RFF. „Ég er í fötum eftir Ýri Þrastardóttur sem er íslenskur hönnuður og hún er með merki sem heitir Another Creation,“ sagði Svala, sem svo sannarlega geislaði á rauða dreglinum fyrir utan Mariyinsky-höllina í Kænugarði í gær. Svala gekk alls 250 metra eftir öllum rauða dreglinum og sjarmeraði blaðamenn upp úr skónum í fallegum grænum silkisamfestingi úr smiðju Ýrar. „Þetta er í raun samfestingur með pilsi sem er hægt að taka af ef ég vil aðeins tjútta. Ég er því fín, og í stuðfötum,“ segir hún. Aldrei áður hefur verið svo langur rauður dregill í sögu Eurovision og lögðu Úkraínumenn allt undir til að stjörnurnar myndu líta sem best út og fá það sviðsljós sem þær áttu skilið. Yfir þúsund blaðamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar voru fyrir utan höllina og þurfti að fara í gegn um gríðarlega öryggisgæslu til að komast inn á svæðið. Svala keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision á þriðjudagskvöldið og stígur hún á sviðið 13. í röðinni. Í kvöld fer fram svokallað dómararennsli og þá gefa dómararnir sín atkvæði en þeirra vægi er fimmtíu prósent á við almenning í Evrópu. Svala virkaði róleg og einbeitt á rauða dreglinum í gær og ætlar hún sér greinilega stóra hluti í keppninni. „Þetta er lengsti rauði dregill sem ég hef farið á, hann er rosalega langur,“ segir Svala sem er að reyna að spara og hvíla röddina fyrir kvöldið í kvöld. Svala passar fullkomlega inn í konseptið„Mér finnst náttúrulega bara frábært og rosalega gaman að sjá Svölu í fötum eftir mig,“ segir Ýr Þrastardóttir, en hún er konan á bakvið Another Creation. Svala hafði samband við Ýri eftir sýningu hennar á Reykjavik Fashion Festival. „Þetta var hannað fyrir RFF, og er úr nýjustu línunni frá Another Creation, en ég reyndar lagaði dressið að Svölu,“ segir Ýr. Svala hefur nokkrum sinnum komið fram í hönnun Ýrar. „Hún passar fullkomlega inn í konseptið hjá mér!“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira