Frumvarpið er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum.
Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu.
Þingfundur hófst klukkan 13.30 en umræða um frumvarpið fer fram eftir að Alþingi kýs í ýmis ráð og nefndir. Dagskránna má nálgast hér en sjá má beina útsendingu frá umræðum á Alþingi hér að neðan.